Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna

Málsnúmer 2024121055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3874. fundur - 19.12.2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2024 - Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna.

Umsagnarfrestur er til og með 03.01.2025. Hægt er að senda inn umsögn í gegnum samráðsgáttina: https://island.is/samradsgatt/mal/3868.

Bæjarráð - 3885. fundur - 19.03.2025

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2025 - Tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkuverkefna. Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnastjórnar stóð í fjórar vikur, eða frá 12. desember 2024 til 10. janúar 2025, og var málið á dagskrá bæjarráðs 19. desember sl. Þetta er seinna umsagnarferlið um tillögurnar, sem gert er ráð fyrir að taki tólf vikur, og er umsagnarfrestur til og með 24. apríl 2025.