Bæjarráð

3881. fundur 20. febrúar 2025 kl. 08:15 - 09:03 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028 - viðauki

Málsnúmer 2024040694Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 og vísar honum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Amtsbókasafnið - endurnýjun á búnaði

Málsnúmer 2025020393Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi endurnýjun á húsgögnum fyrir Amtsbókasafnið.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að húsgögn í veitingarými og á útisvæði safnsins verði endurnýjuð fyrir 6,6 m.kr. og að úthlutað verði úr stofnbúnaðarsjóði vegna kaupanna.

3.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýst eftir framboðum í stjórn 2025

Málsnúmer 2025020478Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dagsett 11. febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.

Áformað er að halda aðalfund Lánasjóðsins síðdegis fimmtudaginn 20. mars 2025 á Hilton Reykjavik Nordica, en fundurinn verður boðaður sérstaklega síðar í samræmi við lög um hlutafélög.

Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til tilnefningarnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar 2025.

4.Fundargerðir öldungaráðs

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar öldungaráðs sem haldinn var 15. janúar 2025.

5.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2025

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 306. fundar stjórnar Norðurorku hf. sem haldinn var 5. febrúar 2025.

6.Hafnasamlag Norðurlands 2025

Málsnúmer 2025020563Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 294. fundar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 12. febrúar 2025.

7.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2025

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 240. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem haldinn var 12. febrúar 2025.

8.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025

Málsnúmer 2025020133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 31. janúar 2025.

Fundi slitið - kl. 09:03.