Málsnúmer 2025020478Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dagsett 11. febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.
Áformað er að halda aðalfund Lánasjóðsins síðdegis fimmtudaginn 20. mars 2025 á Hilton Reykjavik Nordica, en fundurinn verður boðaður sérstaklega síðar í samræmi við lög um hlutafélög.
Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til tilnefningarnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar 2025.