Bæjarráð

3880. fundur 13. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:07 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Leikskóli í Hagahverfi

Málsnúmer 2023010583Vakta málsnúmer

Kynning á leikskólanum í Hagahverfi.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Miðað við gildandi fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum eftir að leikskólinn hefur verið opnaður, enda horft til áfangaskiptingar við þessa uppbyggingu. Mikilvægt er að breyta fjárhagsáætlun þannig að tryggt verði fjármagn sem nægir til þess að viðamestu framkvæmdunum verði lokið áður en starfsemi hefst í húsinu. Það er mjög óheppilegt ef starfsfólk og börn þurfa að búa við miklar framkvæmdir, í langan tíma, eftir að skólinn er kominn í notkun.

2.Blöndulína 3

Málsnúmer 2024010342Vakta málsnúmer

Rætt um Blöndulínu 3 við fulltrúa umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis.

F.h. ráðuneytisins sátu undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Stefán Guðmundsson ráðuneytisstjóri, Erla Sigríður Gestsdóttir verkfræðingur og teymisstjóri orku og Lárus M.K. Ólafsson aðstoðarmaður ráðherra.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir góðan fund.

3.Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2024090963Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu tillögur fagráðs Barnamenningarhátíðar um styrkveitingar til verkefna hátíðarinnar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur fagráðs Barnamenningarhátíðar um styrkveitingar til verkefna hátíðarinnar 2025.

4.Menningarsjóður 2025 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2025020390Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar 2025 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra. Alls bárust 42 umsóknir um verkefnastyrki, 10 umsóknir um samningsbundna styrki og ein umsókn um sumarstyrk ungra listamanna. Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 20.381.000 og lagt til að veita styrki að upphæð kr. 9.230.000.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fram lagðar tillögur um afgreiðslu umsókna um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar 2025.

5.Starfslaun listamanna 2025

Málsnúmer 2025020565Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um skipun í faghóp starfslauna listamanna fyrir árið 2025. Hlutverk faghóps um starfslaun listamanna er að vera bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hlýtur starfslaun listamanns í ár eða verður bæjarlistamaður eins og það er kallað í daglegu tali.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Ásdísi Arnardóttur sellóleikara, Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur myndlistarmann og Finn Friðriksson dósent við HA og málfræðing í faghóp starfslauna listamanna.

6.Opið samráð um áform um lagasetningu - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa á sveitarfélög

Málsnúmer 2025020337Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. febrúar 2025 þar sem innviðaráðuneytið vekur athygli á opnu samráði um breytingar á sveitarstjórnarlögum, nánar tiltekið 129 gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög. Markmiðið með lagabreytingunni er að bæta gæði endanlegs áhrifamats á sveitarfélög og leggja til leiðir til að skera úr um ágreining ríkis og sveitarfélaga vegna kostnaðarauka sveitarfélaga.

Frestur til að skila inn umsögn um áformin er til og með 17. febrúar nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að skila inn umsögn um áformin fyrir hönd Akureyrarbæjar.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025

Málsnúmer 2025020133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 961. og 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. og 22. janúar 2025.

Fundi slitið - kl. 10:07.