Málsnúmer 2024091463Vakta málsnúmer
Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2024:
Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2024 varðandi endurnýjun á veghefli á umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að gerður verði viðauki í fjárhagsáætlun 2024 þar sem að liðir í Eignarsjóði gatna verði lækkaðir og fjármagn fært á liðinn áhöld og tæki á umhverfismiðstöð og samþykkir að auglýsa útboð um kaup á veghefli með fyrirvara um samþykki viðaukans.
Nýbygging gatna liður Sjafnarnes lækkaður um 35 mkr., þar sem framkvæmdir hafa gengið hægar en áætlað var. Áætlun gerði ráð fyrir 65 mkr. en verður 30 mkr. eftir lækkun. Einnig að Malbikun gatna verði lækkaður um 15 mkr., var 110 mkr. en verður 95 mkr. eftir lækkun.
Á móti yrði liðurinn áhöld og tæki hjá umhverfismiðstöð hækkaður um 50 mkr., úr 10 mkr. í 60 mkr.
Viðaukinn ætti að gefa svigrúm til þess að fjármagna kaup á nýjum veghefli, þar sem gert er ráð fyrir 40 mkr. í liði áhöld og tæki árið 2025.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.