Bæjarráð

3871. fundur 28. nóvember 2024 kl. 08:15 - 11:47 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - mögulegur samruni við Brú lífeyrissjóð

Málsnúmer 2024111115Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá stjórnarformanni LSA og framkvæmdastjóra Stapa lífeyrissjóðs um mögulegan samruna LSA og Brúar lífeyrissjóðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Jóhann Steinar Jóhannsson framkvæmndastjóri Stapa lífeyrissjóðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fara í fýsileikakönnun á samruna LSA og Brúar lífeyrissjóðs.

2.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 - drög

Málsnúmer 2024110351Vakta málsnúmer

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 eru hér með send til umfjöllunar í sveitarstjórn og er óskað eftir því að athugasemdir eða ábendingar berist til SSNE í síðasta lagi 6. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að boðað verði til rafræns aukaþings SSNE fyrir jól þar sem Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 yrði samþykkt endanlega.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE og Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri SSNE sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar drögum að sóknaráætlun til umræðu í bæjarstjórn.

3.Álagning gjalda - útsvar 2025

Málsnúmer 2024111110Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2025 í Akureyrarbæ, lagt er til að hún verði 14,97%.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að útsvar verði 14,97% á árinu 2025 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Norðurorka - verðskrárbreytingar í vatns- og fráveitu

Málsnúmer 2024111165Vakta málsnúmer

Tilkynning um ákvörðun stjórnar Norðurorku hf. um verðskrárbreytingar sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Norðurorku á vatns- og fráveitugjaldi fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2025

Málsnúmer 2024111111Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

6.Fasteignagjöld - reglur um afslátt 2025

Málsnúmer 2024111111Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundum.


Hilda Jana Gísladóttur S-lista situr hjá.

7.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2025

Málsnúmer 2024111112Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

8.Umhverfismiðstöð - reglubundin endurnýjun tækja 2024-2025

Málsnúmer 2024091463Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2024 varðandi endurnýjun á veghefli á umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.


Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að gerður verði viðauki í fjárhagsáætlun 2024 þar sem að liðir í Eignarsjóði gatna verði lækkaðir og fjármagn fært á liðinn áhöld og tæki á umhverfismiðstöð og samþykkir að auglýsa útboð um kaup á veghefli með fyrirvara um samþykki viðaukans.


Nýbygging gatna liður Sjafnarnes lækkaður um 35 mkr., þar sem framkvæmdir hafa gengið hægar en áætlað var. Áætlun gerði ráð fyrir 65 mkr. en verður 30 mkr. eftir lækkun. Einnig að Malbikun gatna verði lækkaður um 15 mkr., var 110 mkr. en verður 95 mkr. eftir lækkun.

Á móti yrði liðurinn áhöld og tæki hjá umhverfismiðstöð hækkaður um 50 mkr., úr 10 mkr. í 60 mkr.

Viðaukinn ætti að gefa svigrúm til þess að fjármagna kaup á nýjum veghefli, þar sem gert er ráð fyrir 40 mkr. í liði áhöld og tæki árið 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð um kaup á veghefli og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

9.Verklagsreglur um einstaklingsstuðning (félagslega liðveislu) í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2024100307Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 27. nóvember 2024:

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs kynnti nýjar verklagsreglur fræðslu- og lýðheilsusviðs um einstaklingsstuðning (sem áður hét félagsleg liðveisla) og lagði þær fram til samþykktar í ráðinu.

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar reglur um einstaklingsstuðning og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þess um lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti Reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn, með þeim fyrirvara að bæjarlögmaður og sviðsstjórar velferðarsviðs og fræðslu- og lýðheilsusviðs skoði hvort 3. mgr. 5. gr. reglnanna uppfylli 7. og 7. gr. b gr. laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar nr. 85/2018.

10.Hlíðarfjall - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024110619Vakta málsnúmer

Liður 4. í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 19. nóvember 2024:

Tekið fyrir að færa Hlíðarfjall að fullu undir umhverfis- og mannvirkjaráð með það markmið að einfalda ákvarðanatöku og klára þá tilfærslu sem í dag er nánast orðin að fullu.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að stjórn Hlíðarfjalls verði færð undir umhverfis- og mannvirkjaráð.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að færa verkefni Hlíðarfjalls frá bæjarráði til umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur bæjarstjóra að vinna að færslu verkefnisins.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. nóvember 2024.

Fundi slitið - kl. 11:47.