Breyting á deiliskipulagi - Goðanes 3 B

Málsnúmer 2024040239

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 421. fundur - 10.04.2024

Lagðar fram tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi sem nær til svæðis við Goðanes, milli lóða 3 og 5. Er í annarri gert ráð fyrir afmörkun einnar um 2.300 fm athafnalóðar en í hinni að afmarkaðar verði tvær athafnalóðir á svæðinu, önnur um 1.200 fm og hin um 1.000 fm.
Skipulagsráð telur að tillaga 1 falli betur að núverandi skipulagi og notkun hverfisins og felur skipulagsfulltrúa að láta útbúa breytingu á deiliskipulagi til samræmis við tillögu 1. Skipulagsráð felur jafnframt skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við að kanna möguleika á hvort útbúa megi minni athafnalóðir innan bæjarmarkanna.

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga A áfanga sem felst í að afmörkuð er ný 2.304 fm athafnalóð vestan megin við Goðanes 3. Er tillagan í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 10. apríl 2024.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3859. fundur - 29.08.2024

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga A áfanga sem felst í að afmörkuð er ný 2.304 fm athafnalóð vestan megin við Goðanes 3. Er tillagan í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 10. apríl 2024.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga A áfanga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.