Reiðvegur við Lögmannshlíð - óveruleg aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024081593

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Erindi frá umhverfis- og mannvirkjasviði þar sem óskað er eftir því að lega reiðvegar við Lögmannshlíð verði flutt sunnar þar sem að núverandi lega er erfið sökum mikils bratta.

Óskað er eftir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Ný lega var ákveðin í samráði við fulltrúa Hestamannafélagsins Léttis og Minjastofnunar Íslands.

Bæjarráð - 3859. fundur - 29.08.2024

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Erindi frá umhverfis- og mannvirkjasviði þar sem óskað er eftir því að lega reiðvegar við Lögmannshlíð verði flutt sunnar þar sem að núverandi lega er erfið sökum mikils bratta.

Óskað er eftir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Ný lega var ákveðin í samráði við fulltrúa Hestamannafélagsins Léttis og Minjastofnunar Íslands.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið og tekur undir bókun skipulagsráðs þess efnis að um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.