Bæjarráð

3849. fundur 16. maí 2024 kl. 08:15 - 12:04 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir vara-áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

1.Jafnlaunastjórnunarkerfi 2024

Málsnúmer 2023061078Vakta málsnúmer

Kynning á jafnlaunastjórnunarkerfi Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

2.Betri vinnutími 2024

Málsnúmer 2024050593Vakta málsnúmer

Umfjöllun um Betri vinnutíma vaktavinnufólks og vinnutíma dagvinnufólks í starfi hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

3.Næstu skref vegna líforkuvers

Málsnúmer 2023021295Vakta málsnúmer

Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. mætti til fundar og kynnti stöðu mála. Pétur Ólafsson hafnastjóri og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð fagnar því að horft sé til uppbyggingar á líforkuveri á Dysnesi við Eyjafjörð og lýsir yfir fullum stuðningi við verkefnið. Akureyrarbær hefur um margra ára skeið unnið markvisst að því í samvinnu við aðra aðila s.s. sveitarfélög á Norðurlandi eystra, SSNE, Hafnasamlag Norðurlands, Vistorku og ríki að líforkuver verði byggt upp á Dysnesi við Eyjafjörð. Í líforkuveri yrði safnað saman lífrænu efni og úrgangi sem félli til á einum stað til úrvinnslu í verðmætar afurðir. Sameiginleg sýn okkar er að á Dysnesi verði að veruleika mikil, metnaðarfull, fjölbreytt og græn atvinnustarfsemi.


4.Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar

Málsnúmer 2023061507Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. maí 2024 þar sem Eyþór Björnsson forstjóri f.h. Norðurorku óskar eftir því að eigendur Norðurorku taki ábyrgð á lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 800 milljónir vegna framkvæmda á starfssvæði Norðurorku, sérstaklega í verkefnum tengdum hitaveitu og fráveitu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar.

5.Bygging fyrir verknámsaðstöðu við VMA

Málsnúmer 2023121684Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samningur mennta- og barnamálaráðuneytisins og sveitarfélaga við Eyjafjörð um viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

6.Stjórnsýslukæra - kærð ákvörðun Akureyrarbæjar um fyrirkomulag á álagningu gatnagerðargjalds

Málsnúmer 2023010729Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður innviðaráðuneytisins sem var kveðinn upp 16. febrúar sl. í máli þar sem kærð var ákvörðun Akureyrarbæjar um fyrirkomulag álagningar gatnagerðargjalda. Úrskurðinn felur í sér að óheimilt er að vísitölutengja fjárhæð gatnagerðargjalds þegar það er ekki greitt í einu lagi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka að fjárhæð kr. 31.000.000 vegna málsins.

7.Grímsey - félagslegt leiguhúsnæði

Málsnúmer 2024050002Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. maí 2024:

Lagt var fram minnisblað Guðna Haukssonar húsnæðisfulltrúa dagsett 22. mars 2024 varðandi félagslegt leiguhúsnæði í Grímsey. Lagt til að húsnæði bæjarins í eyjunni sem nú er rekið sem félagslegt húsnæði verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu.

Umrætt húsnæði í Grímsey hefur ekki verið notað sem félagslegt leiguhúsnæði. Velferðarráð sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæðið sé selt. Málinu vísað til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óskar bókað:

Hverfisráð Grímseyjar hefur bókað um að erfitt sé að finna húsnæði fyrir starfsmenn bæði í fiskvinnslu og ferðaþjónustu yfir sumarmánuðina. Skortur er á leiguhúsnæði í Grímsey og þau hús sem hafa verið seld í eyjunni undanfarið hafa verið keypt sem orlofshús. Mikill áhugi er hjá eyjaskeggjum og fyrirtækjarekendum í Grímsey að hafa aðgengi að leiguhúsnæði t.d. fyrir sumarstarfsfólk, en hafa þó ekki endilega bolmagn til þess að kaupa húsnæðið eins og er. Grímsey lauk nýlega þátttöku sinni í verkefninu Brothættar byggðir og í lokaskýrslu verkefnisins stendur að Akureyrarbær mun auk þess að sinna lögbundnumn skyldum í Grímsey, reyna eftir bestu getu að vinna að hagsmunum samfélagsins og uppbyggingu þess. Hverfisráð Grímseyjar hefur talið upp nokkrar hugmyndir um hvernig hægt væri að reyna að ná betri nýtingu á húsnæðinu og ætti Akureyrarbær í samvinnu við hverfisráð að reyna þær leiðir áður ákvörðun verði tekin um sölu á íbúðum Akureyrarbæjar í Grímsey.

8.Hverfafundir 2024-2025

Málsnúmer 2024040868Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag hverfafunda. Fyrstu hverfafundir í samræmi við nýsamþykkta íbúasamráðsstefnu verða haldnir 22. og 23. maí kl. 17 í Síðuskóla og Brekkuskóla. Fleiri fundir verða haldnir í haust og stefnan er að klára öll hverfi á þessu ári eða í síðasta lagi vorið 2025.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

9.Hafnasamlag Norðurlands - ársskýrsla 2023

Málsnúmer 2024050329Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Hafnasamlags Norðurlands fyrir starfsárið 2023.

10.SSNE - ársþing 2024

Málsnúmer 2024040200Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þinggerð ársþings Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldið var í Skjólbrekku í Þingeyjarsveit 18. og 19. apríl 2024.

Fundi slitið - kl. 12:04.