SSNE - næstu skref vegna líforkuvers - drög að viljayfirlýsingu

Málsnúmer 2023021295

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3800. fundur - 02.03.2023

Lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir frakmvæmdastjóri SSNE sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu.

Bæjarráð - 3811. fundur - 01.06.2023

Albertína F. Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE, Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri SSNE og Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri Vistorku mættu á fund bæjarráðs og kynntu stöðu vinnu við undirbúning líforkuvers.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Erindi dagsett 12. júní 2023 þar sem Albertína Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE kynnir næstu skref verkefnisins líforkuver við Eyjafjörð. Lögð er fram viljayfirlýsing um áframhaldandi undirbúning að líforkuveri og stofnun þróunarfélags um verkefnið.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

Bæjarráð - 3830. fundur - 07.12.2023

Lagt fram minnisblað frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE um stöðu og næstu skref vegna lífuorkugarða. Stjórn SSNE hefur samþykkt að í desember verði haldinn aðalfundur í félaginu Líforkugarðar ehf. þar sem skipuð verði formleg stjórn þess. Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í stjórnina.

Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá SSNE sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tilnefnir Heimi Örn Árnason formann bæjarráðs sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Líforkugarða ehf. og Hildu Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúa til vara.

Bæjarráð - 3849. fundur - 16.05.2024

Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers ehf. mætti til fundar og kynnti stöðu mála. Pétur Ólafsson hafnastjóri og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð fagnar því að horft sé til uppbyggingar á líforkuveri á Dysnesi við Eyjafjörð og lýsir yfir fullum stuðningi við verkefnið. Akureyrarbær hefur um margra ára skeið unnið markvisst að því í samvinnu við aðra aðila s.s. sveitarfélög á Norðurlandi eystra, SSNE, Hafnasamlag Norðurlands, Vistorku og ríki að líforkuver verði byggt upp á Dysnesi við Eyjafjörð. Í líforkuveri yrði safnað saman lífrænu efni og úrgangi sem félli til á einum stað til úrvinnslu í verðmætar afurðir. Sameiginleg sýn okkar er að á Dysnesi verði að veruleika mikil, metnaðarfull, fjölbreytt og græn atvinnustarfsemi.