Hverfafundir 2024-2025

Málsnúmer 2024040868

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3849. fundur - 16.05.2024

Rætt um fyrirkomulag hverfafunda. Fyrstu hverfafundir í samræmi við nýsamþykkta íbúasamráðsstefnu verða haldnir 22. og 23. maí kl. 17 í Síðuskóla og Brekkuskóla. Fleiri fundir verða haldnir í haust og stefnan er að klára öll hverfi á þessu ári eða í síðasta lagi vorið 2025.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3854. fundur - 27.06.2024

Niðurstöður hverfafunda sem haldnir voru í Brekkuskóla og Síðuskóla 22. og 23. maí kynntar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssvið og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3870. fundur - 21.11.2024

Niðurstöður hverfafunda sem haldnir voru í Naustaskóla og Oddeyrarskóla 18. og 19. september kynntar.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.