Þjóðlendumál eyjar og sker

Málsnúmer 2024020610

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Erindi dagsett 13. febrúar 2024 frá óbyggðanefnd með upplýsingum til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.