Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 2. maí 2023:
Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.
Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.