Húsnæðismál félags eldri borgara

Málsnúmer 2023090472

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3819. fundur - 14.09.2023

Rætt um húsnæðismál félags eldri borgara á Akureyri.

Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara, Sigurður Harðarson varaformaður Félags eldri borgara og Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3854. fundur - 27.06.2024

Rætt um húsnæðismál Félags eldri borgara á Akureyri. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 20. júní sl. undir liðnum fundargerðir öldungaráðs.

Karl Guðmundsson og Valgerður Jónsdóttir úr stjórn Félags eldri borgara sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur þörf á að kostnaðargreina málið betur og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við EBAK.