Liður 3 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 5. september 2023:
Umræða um lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista og Brynjólfi Ingvarssyni óháðum:
Að bæjarráði verði falið að stofna vinnuhóp í kringum vinnu að uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.
Til máls tóku Brynjólfur Ingvarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Þórhallur Jónsson.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Gunnars Más Gunnarsson og Brynjólfs Ingvarsson var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.