Lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2023090027

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3532. fundur - 05.09.2023

Umræða um lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista og Brynjólfi Ingvarssyni óháðum:

Að bæjarráði verði falið að stofna vinnuhóp í kringum vinnu að uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Til máls tóku Brynjólfur Ingvarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Þórhallur Jónsson.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Gunnars Más Gunnarsson og Brynjólfs Ingvarsson var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3819. fundur - 14.09.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 5. september 2023:

Umræða um lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og lagði fram svofellda tillögu ásamt Gunnari Má Gunnarssyni B-lista og Brynjólfi Ingvarssyni óháðum:

Að bæjarráði verði falið að stofna vinnuhóp í kringum vinnu að uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Til máls tóku Brynjólfur Ingvarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Þórhallur Jónsson.

Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur, Gunnars Más Gunnarsson og Brynjólfs Ingvarsson var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna uppbyggingar lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Bæjarráð skipar Huldu Elma Eysteinsdóttur bæjarfulltrúa, Brynjólf Ingvarsson bæjarfulltrúa, Karl Erlendsson fulltrúa EBAK og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra í vinnuhópinn.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Tekið fyrir erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna uppbyggingar lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi þann 14. september sl. og samþykkti að skipa í hópinn Huldu Elmu Eysteinsdóttur bæjarfulltrúa, Brynjólf Ingvarsson bæjarfulltrúa, Karl Erlendsson fulltrúa EBAK og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.

Bæjarráð - 3867. fundur - 31.10.2024

Lögð fram greining og tillögur til bæjarráðs vegna uppbyggingar á lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri og Brynjólfur Ingvarsson fulltrúi í öldungaráði sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur það forgangsverkefni að lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara verði að veruleika og vísar því málinu til skipulagsráðs. Bæjarráð telur mikilvægt að lífsgæðakjarni verði hluti af aðalskipulagi sveitarfélagsins og verði á starfsáætlun skipulagsráðs árið 2025. Bæjarráð hyggst taka málið aftur til umræðu í janúar 2025 og meta með hvaða hætti best sé að fylgja málinu eftir, þannig að sem mestar líkur séu á því að lífsgæðakjarni verði að veruleika eins fljótt og auðið er.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað:

Það er gott að fá þessa skýrslu sem er góð grunnvinna fyrir framhaldið. Það er heilmikil vinna eftir til að koma þessu verkefni á koppinn sem krefst náins samstarfs við ríkið og uppbyggingaraðila og mikilvægt að formfesta framhaldið og halda vinnu vinnuhópsins áfram.

Velferðarráð - 1394. fundur - 13.11.2024

Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps vegna uppbyggingar á lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi sat í vinnuhópnum og kynnti skýrsluna ásamt Karli Erlendssyni formanni Ebak.

Öldungaráð - 42. fundur - 18.12.2024

Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðaráðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu niðurstöður vinnuhóps um iífsgæðakjarna.
Öldungaráð þakkar fyrir mjög fróðlega yfirferð.