Breyting á gjaldskrá leikskóla frá 1. október 2023

Málsnúmer 2023080292

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 35. fundur - 14.08.2023

Samhliða skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar er ný gjaldskrá lögð fram til samþykktar sem gerir ráð fyrir 8% lækkun gjaldskrár frá 1. október 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3815. fundur - 17.08.2023

Liður 4 í dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 14. ágúst 2023:

Samhliða skráningardögum í leikskólum Akureyrarbæjar er ný gjaldskrá lögð fram til samþykktar sem gerir ráð fyrir 8% lækkun gjaldkrár frá 1. október 2023.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.


Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu- og áætlanargerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum Heimis Arnar Árnasonar, Hlyns Jóhannssonar og Huldu Elmu Eysteinsdóttur framlagða tillögu að gjaldskrám með þeim breytingum að gjaldskrá leikskóla lækki um 8 % vegna útfærslu á valfrjálsum dögum. Hilda Jana Gísladóttir greiddi atkvæði á móti.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er ákaflega villandi að tala um 8% lækkun á leikskólagjöldum, enda á sú lækkun aðeins við ef að börnin verða töluvert færri daga á leikskóla en nú er. Það er svolítið eins og að auglýsa verðlækkun á matarbakka, en minnka einfaldlega matinn í bakkanum. Um er að ræða verðlækkun aðeins ef börnin verða heima í samtals 20 daga að vetrarlagi: sex daga í kringum jól og áramót, tvo daga þegar haustfrí eru í grunnskólum, tvo daga þegar vetrarfrí eru í grunnskólum, þrjá í kringum páska, auk þess sem hver skóli velur sjö daga til viðbótar. Ólíklegt verður að teljast að margir foreldrar geti nýtt alla þessa daga til viðbótar við sumarleyfi. Að lækka gjaldskrá með því að draga úr þjónustu gerir þar að auki allan samanburð á gjaldskrám sveitarfélaga flóknari. Eðlilegra væri að foreldrar fengju afslátt af gjaldskrá nýti þau ekki umrædda daga.