Minnisblað vegna viðbótarþjónustu í leikskólum fyrir haustið 2023

Málsnúmer 2023060138

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 33. fundur - 05.06.2023

Minnisblað vegna óska um aukningu stöðugilda vegna viðbótarþjónustu við börn í leikskólum Akureyrarbæjar tímabilið sept-desember 2023. Úthlutun viðbótarþjónustu til leikskólanna hefur verið dreift á þrjú tímabil, þ.e. jan-maí, júní-ágúst og sept-des. Beiðnin snýr að komandi hausti.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 34. fundur - 19.06.2023

Minnisblað vegna óska um aukningu stöðugilda vegna viðbótarþjónustu við börn í leikskólum Akureyrarbæjar tímabilið september-desember 2023. Úthlutun viðbótarþjónustu til leikskólanna hefur verið dreift á þrjú tímabil, þ.e. janúar-maí, júní-ágúst og september-desember. Beiðnin snýr að komandi hausti.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 17.300.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3813. fundur - 29.06.2023

Liður 16 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. júní 2023:

Minnisblað vegna óska um aukningu stöðugilda vegna viðbótarþjónustu við börn í leikskólum Akureyrarbæjar tímabilið september-desember 2023. Úthlutun viðbótarþjónustu til leikskólanna hefur verið dreift á þrjú tímabil, þ.e. janúar-maí, júní-ágúst og september-desember. Beiðnin snýr að komandi hausti.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 17.300.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:


Legg til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur ásamt starfsfólki og hagaðilum til að fara í greiningu og endurskipulagningu á leikskólastiginu.


Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Tillaga Sunnu Hlínar er borin upp til atkvæða. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista greiddu atkvæði með tillögunni, Heimir Örn Árnason D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:


Hef áhyggjur af þeim fjármunum sem hafa farið í viðauka við málaflokk leikskóla á árinu. Bendi einnig á að málaflokkur leikskóla hefur hækkað um 917 milljónir á 5 árum eða um 43%. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem erfitt er að hafa stjórn á en tel nauðsynlegt að staldra við núna og greina þennan kostnaðarauka og í framhaldinu setja upp heildaráætlun til framtíðar fyrir skipulag leikskóla án þess að það komi niður á gæði þjónustunnar eða velferð starfsfólks. Ég legg því til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur ásamt starfsfólki og hagaðilum til að fara í þessa greiningu og endurskipulagningu á leikskólastiginu.