Minnisblað vegna leikskólarýma vor 2023

Málsnúmer 2023031120

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Lagt fram minnisblað vegna fjölgunar leikskólarýma.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóð umhverfis og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 137. fundur - 18.04.2023

Máli vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá fræðslu- og lýðheilsuráði.

Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla og framkvæmda í Krógabóli. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla, framkvæmdir og kostnaður við breytingar á leikskólum vegna inntöku yngri barna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir í og við Oddeyrarskóla og Síðuskóla og breytingar á nokkrum leikskólum vegna inntöku 12 mánaða barna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru kr. 176 milljónir. Kostnaðurinn skiptist þannig að 31 milljón fer af viðhaldi fasteigna, 14 milljónir af götum og stígum vegna bifreiðastæða, 25 milljónir úr stofnbúnaðarsjóði og 106 milljónir í framkvæmdaáætlun.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að sækja um viðauka í framkvæmdaáætlun til bæjarráðs að upphæð 106 milljónir og skiptist hann svona, Síðuskóli kr. 39 milljónir, Oddeyrarskóli kr. 44 milljónir og breytingar á fjórum leikskólum kr. 23 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kr. 25 milljónir fari af framkvæmdaáætlun af liðnum stofnbúnaður í aðalsjóði.

Bæjarstjórn - 3527. fundur - 18.04.2023

Rætt um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Síðuskóla og Oddeyrarskóla, en til stendur að taka þar í notkun nýjar leikskóladeildir haustið 2023.

Gunnar Már Gunnarsson var málshefjandi og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Hvernig verður fyrirkomulagi kennslu list- og verkgreina háttað í Oddeyrarskóla, í ljósi fyrirhugaðra breytinga á núverandi kennslurými? Óskað er eftir svari við fyrsta tækifæri enda mikilvægt að tryggja að allir nemendur fái kennslu í smíðum í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá lögðu Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn beinir því til fræðslu- og lýðheilsuráðs að kanna hvernig kennslu og umgjörð starfs-, list- og verknáms sé háttað í grunnskólum bæjarins, til að meta stöðuna og út frá því setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Þá tóku til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir og Jón Hjaltason.
Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Gunnars Más Gunnarssonar var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Bæjarráð - 3809. fundur - 17.05.2023

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 18. apríl 2023:

Máli vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá fræðslu- og lýðheilsuráði.

Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla og framkvæmda í Krógabóli. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla, framkvæmdir og kostnaður við breytingar á leikskólum vegna inntöku yngri barna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir í og við Oddeyrarskóla og Síðuskóla og breytingar á nokkrum leikskólum vegna inntöku 12 mánaða barna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru kr. 176 milljónir. Kostnaðurinn skiptist þannig að 31 milljón fer af viðhaldi fasteigna, 14 milljónir af götum og stígum vegna bifreiðastæða, 25 milljónir úr stofnbúnaðarsjóði og 106 milljónir í framkvæmdaáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að sækja um viðauka í framkvæmdaáætlun til bæjarráðs að upphæð 106 milljónir og skiptist hann svona, Síðuskóli kr. 39 milljónir, Oddeyrarskóli kr. 44 milljónir og breytingar á fjórum leikskólum kr. 23 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kr. 25 milljónir fari af framkvæmdaáætlun af liðnum stofnbúnaður í aðalsjóði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Samþykkjum þennan viðauka og fögnum auknu samstarfi grunn- og leikskóla. Leggjum samt sem áður mikla áherslu á að nemendum á öllum skólastigum í Oddeyrarskóla verði tryggð smíðakennsla.