Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 17. september 2020:
Lögð fram tillaga stjórnar Hlíðarfjalls að gjaldskrá Hlíðarfjalls með gildistíma frá hausti 2020 til hausts 2021.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána með fimm samhljóða atkvæðum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti gjaldskrártillöguna.