Erindi dagsett 30. september 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hugmynd Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 14. október sl. og var sviðsstjórum fjársýslusviðs, velferðarsviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að taka saman gögn vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóranna dagsett 29. október 2021.