Erindi dagsett 27. apríl 2021 þar sem Sunna Axelsdóttir héraðsdómslögmaður, f.h. BSO, ítrekar framkomin sjónarmið og röksemdir og að allur réttur sé áskilinn til að aðhafast frekar hvað það varðar.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. mars sl. og var bæjarlögmanni og sviðsstjóra skipulagssviðs þá falið að kynna forsvarsmönnum BSO fyrirhugaða ákvörðun bæjarráðs og veita þeim tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.