Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Einnig lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 15. október 2020 þar sem tilkynnt er að sé þess óskað muni ráðuneytið veita eftirfarandi fresti á afgreiðslu fjárhagsáætlana sveitarfélaga:
1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.
2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.