Erindi dagsett 6. nóvember 2020 þar sem rekstraraðilar kaffihússins í Lystigarðinum sækja um afslátt eða niðurfellingu húsaleigu vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 12. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.