Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1321. fundur - 03.06.2020

Lögð fram til kynningar gögn er varða undirbúning stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 32. fundur - 15.06.2020

Staðan á vinnu við endurskoðun á þjónustu við barnafjölskyldur lögð fram til kynningar.

Velferðarráð - 1323. fundur - 19.08.2020

Undirbúningur að stjórnkerfisbreytingum í velferðarþjónustu ræddur.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 35. fundur - 31.08.2020

Hulda Sif Hermannsdóttir kom á fundinn og kynnti undirbúning stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Kynnt staða vinnu við sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn og kynntu drög að greinargerð um vinnu við sameiningu búsetusviðs og fjölskyldusviðs í eitt velferðarsvið.

Velferðarráð - 1328. fundur - 04.11.2020

Lögð fram greinargerð um stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu dagsett 19. október 2020.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 41. fundur - 16.11.2020

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra komu á fundinn og gerðu grein fyrir vinnu við sameiningu búsetu- og fjölskyldusviðs í velferðarsvið.


Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 3707. fundur - 26.11.2020

Lögð fram tillaga að sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið. Markmið breytinganna er að einfalda og bæta þjónustu við íbúa og lækka rekstrarkostnað.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið sem og nýtt skipurit frá 1. janúar 2021 og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt vísar bæjarráð starfslýsingum forstöðumanns skrifstofu og leiðandi forstöðumanna til umfjöllunar í kjarasamninganefnd.

Kjarasamninganefnd - 3. fundur - 27.11.2020

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. nóvember 2020 að sameina fjölskyldusvið og búsetusvið í eitt velferðarsvið og gildir nýtt skipurit frá 1. janúar 2021. Bæjarráð vísaði jafnframt á fundi sínum afgreiðslu vegna starfslýsinga fyrir starf forstöðumanns skrifstofu og leiðandi forstöðumanna til umfjöllunar í kjarasamninganefnd.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns skrifstofu á velferðarsviði. Niðurstaða kjarasamninganefndar er að samkvæmt gildandi reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hafi breyting á starfslýsingum þriggja forstöðumanna í þá veru að störfin verði leiðandi forstöðumenn ekki í för með sér breytingar á greiðslu stjórnendaálags vegna umræddra starfa.

Bæjarstjórn - 3485. fundur - 01.12.2020

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. nóvember 2020:

Lögð fram tillaga að sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið. Markmið breytinganna er að einfalda og bæta þjónustu við íbúa og lækka rekstrarkostnað.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið sem og nýtt skipurit frá 1. janúar 2021 og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt vísar bæjarráð starfslýsingum forstöðumanns skrifstofu og leiðandi forstöðumanna til umfjöllunar í kjarasamninganefnd.

Heimir Haraldsson kynnti tillögur að stjórnkerfisbreytingum.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið sem og nýtt skipurit frá 1. janúar 2021 og leggur fram eftirfarandi bókun:

Markmiðið með stjórnsýslubreytingunum er að bæta velferðarþjónustuna og gera hana notendavænni, auka skilvirkni og nýta möguleika stafrænnar þróunar. Með kortlagningu velferðarþjónustunnar og stjórnkerfisins, skilgreiningu á notendahópum, upplifun þeirra af þjónustunni og umbótaverkefnum sem byggja á þörfum notenda, skapast farvegur til þess að innleiða þjónustuferla sem sannarlega eru hannaðir út frá þörfum notandans og eru jafnframt í takti við þá stafrænu þróun sem á sér stað í samfélaginu og Akureyrarbær vill leggja áherslu á.

Bæjarráð - 3708. fundur - 03.12.2020

Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 27. nóvember 2020:

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. nóvember 2020 að sameina fjölskyldusvið og búsetusvið í eitt velferðarsvið og gildir nýtt skipurit frá 1. janúar 2021. Bæjarráð vísaði jafnframt á fundi sínum afgreiðslu vegna starfslýsinga fyrir starf forstöðumanns skrifstofu og leiðandi forstöðumanna til umfjöllunar í kjarasamninganefnd.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns skrifstofu á velferðarsviði. Niðurstaða kjarasamninganefndar er að samkvæmt gildandi reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hafi breyting á starfslýsingum þriggja forstöðumanna í þá veru að störfin verði leiðandi forstöðumenn ekki í för með sér breytingar á greiðslu stjórnendaálags vegna umræddra starfa.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar með fimm samhljóða atkvæðum.

Öldungaráð - 10. fundur - 11.01.2021

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynntu nýtt velferðarsvið Akureyrarbæjar sem varð til 1. janúar sl.
Með vísan til laga og samþykktar um öldungráð Akureyrarbæjar gerir ráðið alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið samráð við það um mótun starfsemi nýs sviðs og hvernig þjónustu og upplýsingagjöf fyrir eldri borgara er háttað.


Aðferðafræði sem sögð er hafa verið notuð við vinnuna, notendavæn nálgun krefst mun víðtækari samráðs við eldri borgara og notendur þjónustunnar, en raun ber vitni.

Ungmennaráð - 15. fundur - 04.03.2021

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti nýtt sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar.
Ungmennaráð þakkar Huldu Sif Hermannsdóttur fyrir góða kynningu.

Velferðarráð - 1335. fundur - 17.03.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2021 um stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fóru yfir vinnuna varðandi stjórnkerfisbreytingar sem áttu sér stað um sl. áramót þar sem sameinuð voru búsetusvið og fjölskyldusvið í nýtt svið, velferðarsvið.

Velferðarráð - 1344. fundur - 20.10.2021

Umræða um stöðu stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 12. október 2021.

Bæjarráð - 3746. fundur - 04.11.2021

Umræða um stöðu stjórnkerfisbreytinga í velferðarþjónustu.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fund bæjarráðs og kynntu stöðuna.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.