Bæjarráð

3699. fundur 01. október 2020 kl. 08:15 - 09:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.

Einnig sátu fundinn undir þessum lið, gegnum fjarfundabúnað, bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki 14

Málsnúmer 2019020276Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 14.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 14 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar

Málsnúmer 2020090730Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem greint er frá áformum um að skipa verkefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Ráðuneytið óskar eftir því að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í verkefnahópinn.
Bæjarráð skipar Ásthildi Sturludóttur og Hildu Jönu Gísladóttur í verkefnahópinn.

4.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla - stýrihópur um íbúasamráð

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf stýrihóps um íbúasamráð.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og skipar Sóleyju Björk Stefánsdóttur bæjarfulltrúa í stýrihópinn. Auk hennar sitja í hópnum Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar.

5.Legatsjóður Jóns Sigurðssonar - tilnefning fulltrúa 2020

Málsnúmer 2020090740Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2020 frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi tilnefningu í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við bréfið og felur bæjarstjóra að ræða við sýslumann.

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2019020406Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsettar 5. febrúar, 13. maí og 8. september 2020.

Fundargerðir nefndarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.hne.is/is/fundargerdir

Jafnframt lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 09:00.