Rætt um svæðisbundið hlutverk Akureyrar með hliðsjón af skýrslu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem kom út í ágúst 2021.
Málshefjandi var Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Að bæjarstjórn setji á fót vinnuhóp til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.
Í umræðum tóku einnig til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Þá tók Gunnar Már Gunnar aftur til máls og lagði til svofellda tillögu:
Bæjarstjórn felur bæjarráði að ganga frá skipun í vinnuhóp um svæðisbundið hlutverk Akureyrar og erindisbréfi vegna hans.
Þá tók Heimir Örn Árnason til máls og lagði fram svofellda bókun:
Bæjarstjórn leggur til að það verði haldinn vinnufundur bæjarstjórnar í lok september eða í byrjun október til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.