Bæjarráð

3696. fundur 10. september 2020 kl. 08:15 - 11:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Lokun fangelsisins á Akureyri

Málsnúmer 2020090172Vakta málsnúmer

Rætt um lokun fangelsisins á Akureyri.

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri mætti á fund bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra fyrir komuna og greinargóð svör.

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun dómsmálaráðherra að loka fangelsinu á Akureyri. Vísar bæjarráð málinu til umræðu í bæjarstjórn.

2.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 - árshlutauppgjör

Málsnúmer 2020090157Vakta málsnúmer

Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar-júní 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar árshlutauppgjöri til umræðu í bæjarstjórn.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lögð fram opnun tilboða í verklegar framkvæmdir dagsett 10. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:






BB Byggingar ehf.
kr. 220.580.389
118%

Sigurgeir Svavarsson ehf. kr. 204.331.986
110%







Kostnaðaráætlun
kr. 186.455.283


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Sigurgeirs Svavarssonar ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. ágúst sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð samþykkir bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

5.Kaupvangsstræti - hellulögn

Málsnúmer 2020080608Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lögð fram opnun tilboða í verkið dagsett 6. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:







Garður og Hönnun ehf.
kr. 29.492.000
112%

Finnur ehf.

kr. 25.505.270
97%







Kostnaðaráætlun
kr. 26.402.500


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Finns ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

6.Lundarskóli - A-álma - LUSK

Málsnúmer 2020060448Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 4. september 2020:

Fanney Hauksdóttir frá AVH kom og kynnti teikningar af A-álmu, tengibyggingu og nýju anddyri Lundarskóla.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir heimild bæjarráðs til útboðs á endurgerð A-álmu, tengigangi og anddyri Lundarskóla.
Meirihluti bæjarráðs veitir heimild til útboðs á endurgerð A-álmu, tengigangi og anddyri Lundarskóla.

Meirihluti bæjarráðs ítrekar að ákvörðun um endurbyggingu Lundarskóla var tekin að vel ígrunduðu máli og með gagnaöflun. Sérstök áhersla var lögð á hagsmuni nemenda og skólasamfélagsins í góðu samstarfi við skólastjórnendur. Vinna við nýbyggingu hefði tekið mun lengri tíma með tilheyrandi raski á skólastarf. Þess utan má ætla að nýbygging hefði verið einum milljarði dýrari en endurbygging skólans.


Gunnar Gíslason D-lista greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:


Ég get ekki samþykkt útboð með þeim formerkjum sem hér eru sett fram. Ég tel að það sé ekki forsvaranlegt að leggja í áætlaðan kostnað við endurbyggingu í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um ástand bygginganna. Það er margt sem bendir til þess að kostnaður verði mun meiri en áætlaður er. Ég tel að miðað við þær upplýsingar sem ég hef aflað mér um kostnað við nýbyggingu verði heildarkostnaður endurbóta við A og B álmu ríflega 80% af þeim kostnaði. Það sem er alvarlegt að mínu mati er að áfram verður helmingur af kennslurými Lundarskóla í kjallara, þótt grafið verði frá honum að hluta og ekki er tryggt að núverandi vandi verði leystur til frambúðar. Það eru til lausnir til að brúa skólahald á meðan eldri byggingar eru rifnar og nýjar byggðar sem geta verið mjög ásættanlegar í takmarkaðan tíma. Það er ekkert sem bendir til þess að það hafi neikvæð áhrif á faglegt skólastarf þótt skólastarfið fari fram í bráðabirgðahúsnæði um tíma. Þar má benda á framsækið skólastarf í Norðlingaskóla sem um margra ára skeið var rekið í bráðabirgðaaðstöðu. Það að fara í nýbyggingu getur þýtt það að skólastarfið þarf að vera einu til tveimur árum lengur í bráðabirgðahúsnæði en það tel ég réttlætanlegan „fórnarkostnað“ sé horft til lengri tíma. Ég hef einnig verulegar áhyggjur af því að það muni dragast úr hömlu að ný leikskólabygging verði reist í stað Lundarsels þar sem það væri kjörið tækifæri til að byggja eitt og sama húsið yfir leik- og grunnskólann og ná þannig fram bæði samlegð og hagræði. Þá hef ég áhyggjur af því að þessi ákvörðun meirihlutans hafi ekki verið kynnt foreldrum, starfsfólki og skólaráði með nægjanlega skýrum hætti áður en hún var tekin.

7.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. september 2020:

Minnisblað varðandi leiðakerfisbreytingar lagt fram til samþykktar.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið í verkefnið og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að færa 8,5 milljónir króna af liðnum Miðbær biðstöð og yfir í leiðakerfisbreytingar strætó og innleiðingu á þeim.
Bæjarráð samþykkir umbeðna tilfærslu umhverfis- og mannvirkjaráðs og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðauka vegna málsins.

8.Krókeyri - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2020080606Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. september 2020:

Lagt fram minnisblað vegna framkvæmda við Krókeyri og framlag Vegagerðarinnar til verksins kynnt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

9.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020010349Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 3. september 2020.
Bæjarráð vísar lið 1 til fjölskyldusviðs, liðum 2 og 6 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 3 til velferðarráðs, lið 4 til fræðslusviðs, lið 8 til skipulagsráðs og liðir 5 og 7 er lagðir fram til kynningar.

10.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 137. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 3. september 2020.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar lið 2 til skipulagssviðs, lið 3b til umhverfis- og mannvirkjasviðs og aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

11.Öldungaráð - fundargerðir lagðar fyrir bæjarráð

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar öldungaráðs dagsett 31. ágúst 2020.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

12.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 248. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 14. ágúst 2020.

13.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. ágúst 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Fundi slitið - kl. 11:58.