Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260. fundur - 17.04.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 15. apríl 2015 vegna framkvæmdanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 261. fundur - 08.05.2015

Farið yfir stöðuna á fyrirhuguðum framkvæmdum við aðstöðusköpun hjá Siglingaklúbbnum Nökkva.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar leggur til að framkvæmdaáætlun við félagssvæði Nökkva verði endurskoðuð og að fjármagn ársins 2015 samkvæmt uppbyggingarsamningi verði nýtt í að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar á svæðinu ásamt hönnun á framtíðarsýn félagsins í húsnæðismálum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 277. fundur - 08.04.2016

Lagt fram bréf frá formanni Nökkva dagsett 4. apríl 2016 þar sem óskað er skýringa vegna ákvörðunar um að nota ekki lausar kennslustofur sem bráðabirgðahúsnæði inn á félagssvæði Nökkva.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að svara erindinu og óskar jafnframt eftir því við íþróttaráð að teknar verði upp viðræður við siglingaklúbbinn Nökkva um uppbyggingarsamninginn.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista vék af fundi kl. 10:40.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 286. fundur - 24.10.2016

Lögð fram niðurstaða dómnefndar dagsett 21. október 2016 um hönnunartillögur af Nökkvasvæðinu.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir niðurstöður dómnefndar að velja tillögu AVH ehf til frekari útfærslu og vísar málinu til umræðu í íþróttaráði.

Eiríkur Jónsson S-lista og Jón Orri Guðjónsson D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

Íþróttaráð - 199. fundur - 03.11.2016

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að framkvæmdum á félagssvæði Nökkva.
Íþróttaráði líst vel á framkomnar hugmyndir á félagssvæði Nökkva.

Íþróttaráð óskar eftir framkvæmda- og kostnaðaráætlun frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 288. fundur - 09.12.2016

Lögð fram drög að hönnunarsamningi við AVH ehf dagsett 24. nóvember 2016.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 6. fundur - 17.03.2017

Lögð fram stöðuskýrsla 1 vegna verkefnisins dagsett 15. mars 2017.

Anton Örn Brynjarsson framkvæmdastjóri hjá AVH ehf kom á fundinn og kynnti tillöguna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á fergingu svæðisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 8. fundur - 07.04.2017

Lagðar fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar vegna ásetningar fargs á lóðina. Alls bárust tilboð frá fjórum verktökum í verkið ásamt 3 frávikstilboðum:

Finnur ehf
kr. 12.803.700

Finnur ehf, frávikst. kr. 8.201.850

GV gröfur
kr. 12.925.640

GV gröfur frávikst. 1
kr. 9.755.200

GV gröfur frávikst. 2
kr. 10.974.600

Skútaberg
kr. 13.108.550

G.Hjálmarsson
kr. 10.974.600
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við G.Hjálmarsson hf á grundvelli tilboðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 23. fundur - 01.12.2017

Lögð fram stöðuskýrsla 2 um framkvæmdina dagsett 24. nóvember 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Lögð fram stöðuskýrsla 3 dagsett 27. september 2018 og farið yfir framhaldið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 69. fundur - 29.11.2019

Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH kom og kynnti teikniningar af nýju siglingahúsi Nökkva sem ætlað er að einfalda og létta húsnæðið frá fyrri teikningum.

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Frístundaráð - 68. fundur - 04.12.2019

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda hjá UMSA mætti á fundinn og kynnti teikningar af nýju siglingahúsi Nökkva.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Andreu Sif fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Staða verkefnisins kynnt fyrir ráðinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 5. mars 2020 varðandi kostnaðaráætlun við byggingu húsnæðis fyrir siglingaklúbbinn Nökkva.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Liður 15 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. mars 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. mars 2020 varðandi kostnaðaráætlun við byggingu húsnæðis fyrir siglingaklúbbinn Nökkva.

Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í bygginguna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er snúa að mögulegri samnýtingu við önnur félög, aðstöðu fyrir sjósund og að Nökkvi uppfylli skilyrði um fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Er bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að ræða við forsvarsmenn Nökkva.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 5. mars 2020 varðandi byggingu þjónustuhúsnæðis Siglingaklúbbsins Nökkva.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 80.000.000. Færist það inn á fjárfestingaráætlun undir auðkenninu „F31-ITH_NOKK_NY„. Skiptist það þannig að kr. 40.000.000 færist á árið 2020 og kr. 40.000.000 á árið 2021.

Bæjarráð - 3681. fundur - 30.04.2020

Liður 23 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 17. apríl 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. mars 2020 varðandi byggingu þjónustuhúsnæðis Siglingaklúbbsins Nökkva.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 80.000.000. Færist það inn á fjárfestingaráætlun undir auðkenninu "F31-ITH_NOKK_NY". Skiptist það þannig að kr. 40.000.000 færist á árið 2020 og kr. 40.000.000 á árið 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda hjá umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti uppbyggingu á aðstöðu siglingaklúbbsins Nökkva.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 81. fundur - 21.08.2020

Lögð fram opnun tilboða í verklegar framkvæmdir dagsett 10. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:






BB Byggingar ehf.
kr. 220.580.389
118%

Sigurgeir Svavarsson ehf. kr. 204.331.986
110%







Kostnaðaráætlun
kr. 186.455.283


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Sigurgeirs Svavarssonar ehf með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð - 3694. fundur - 27.08.2020

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lögð fram opnun tilboða í verklegar framkvæmdir dagsett 10. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:






BB Byggingar ehf.
kr. 220.580.389
118%

Sigurgeir Svavarsson ehf. kr. 204.331.986
110%







Kostnaðaráætlun
kr. 186.455.283


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Sigurgeirs Svavarssonar ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.


Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3696. fundur - 10.09.2020

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lögð fram opnun tilboða í verklegar framkvæmdir dagsett 10. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:






BB Byggingar ehf.
kr. 220.580.389
118%

Sigurgeir Svavarsson ehf. kr. 204.331.986
110%







Kostnaðaráætlun
kr. 186.455.283


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Sigurgeirs Svavarssonar ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. ágúst sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð samþykkir bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 97. fundur - 26.03.2021

Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 24. mars 2021 varðandi byggingu aðstöðuhúss Nökkva við Drottningarbraut 1.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 99. fundur - 30.04.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 29. apríl 2021 varðandi byggingu ramps við Nökkva.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 119. fundur - 06.05.2022

Lagt fram skilamat dagsett 28. febrúar 2022 varðandi framkvæmdir við þjónustuhús Siglingafélagsins Nökkva.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir skilamatið og góða framkvæmd. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að aðgengismál fyrir fatlaða að útsýnispalli og efri hæð byggingarinnar verði leyst.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 121. fundur - 21.06.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 15. júní 2022 vegna sölu á tveimur húsum á svæði Siglingarklúbbsins Nökkva til flutnings.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir sölu á húsum til hæstbjóðenda.


Aðstöðuhúsnæði Nökkva:

Sigríður Bjarnadóttir 1.500.000 kr.


Bátaskýli Nökkva:

Þór Konráðsson 1.005.000 kr.