Hafnarstræti 80 - greiðsla í bílastæðasjóð

Málsnúmer 2017010262

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, fer fram á að greiða í bílastæðasjóð fyrir bílastæði utan lóðar nr. 80 við Hafnarstræti samkvæmt eldri gjaldskrá.

Lagt fram minnisblað Málflutningsstofu Reykjavíkur, Daníel Ísbarn hrl. f.h. lóðarhafa og minnispunktar Hjalta Steinþórssonar hrl. ásamt fylgiskjölum.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Í samræmi við minnispunkta Hjalta Steinþórssonar hrl. telur skipulagsráð að greiðsla fyrir bílastæði utan lóðar falli í gjalddaga við samþykkt byggingarleyfis, og að greiða skuli samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þá er í gildi.

Skipulagsráð gerir svohljóðandi tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu erindisins:

"Bæjarráð samþykkir með tilvísan til álits Hjalta Steinþórssonar hrl. að greiða skuli fyrir þau bílastæði sem ekki komast fyrir innan lóðar í samræmi við þá gjaldskrá sem í gildi verður við veitingu byggingarleyfis."

Bæjarráð - 3543. fundur - 09.02.2017

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017.

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, fer fram á að greiða í bílastæðasjóð fyrir bílastæði utan lóðar nr. 80 við Hafnarstræti samkvæmt eldri gjaldskrá.

Lagt fram minnisblað Málflutningsstofu Reykjavíkur, Daníel Ísbarn hrl. f.h. lóðarhafa og minnispunktar Hjalta Steinþórssonar hrl. ásamt fylgiskjölum.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Í samræmi við minnispunkta Hjalta Steinþórssonar hrl. telur skipulagsráð að greiðsla fyrir bílastæði utan lóðar falli í gjalddaga við samþykkt byggingarleyfis, og að greiða skuli samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þá er í gildi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með tilvísan til álits Hjalta Steinþórssonar hrl. að greiða skuli fyrir þau bílastæði sem ekki komast fyrir innan lóðar í samræmi við þá gjaldskrá sem í gildi verður við veitingu byggingarleyfis.