Menningarfélag Akureyrar - endurnýjun saminga MH, LA og SN

Málsnúmer 2016120092

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 221. fundur - 14.12.2016

Nú er unnið að endurnýjun samninga við Leikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem saman mynda Menningarfélag Akureyrar (MAk). Á sameiginlegum fundi stjórna félaganna var ákveðið að MAk færi með samningsumboð fyrir félögin þrjú. Samþykkt var jafnframt að leggja til við Akureyrarbæ að gerður verði framlengingarsamningur sem gildi út næsta ár sem er síðasta ár þeirrar tilraunar sem rekstur MAk felur í sér. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu hefur unnið að samningsdrögum með framkvæmdastjóra og formanni stjórnar MAk.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir að skynsamlegt sé að gera einn samning sem framlengi alla þrjá til eins árs. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við fulltrúa MAk um gerð samningsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 222. fundur - 12.01.2017

Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.

Bæjarráð - 3540. fundur - 19.01.2017

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 12. janúar 2017:

Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar samningnum aftur til stjórnar Akureyrarstofu og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir 9. febrúar nk. og óskar eftir að formaður stjórnar MAk, formaður stjórnar Akureyrarstofu og sviðsstjóri samfélagssviðs mæti á þann fund.

Stjórn Akureyrarstofu - 223. fundur - 24.01.2017

Samningsdrögin tekin fyrir að nýju og farið yfir þær breytingar sem gera þarf á fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna þeirra.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun ársins 2017 vegna samnings við Menningarfélagið sem samanstendur af eftrfarandi breytingum:


a) Mögulegt árangurstengt framlag til Leikfélags Akureyrar sbr. samning sem endurnýjaður er með þessum samningi við MAk. Verði rekstur MAk hallalaus starfsárið 2016-2017 bætast 5 m.kr. við framlag til LA. Breytingin verður á kostnaðarstöð nr. 105 5310 í aðalsjóði.


b) Vegna aukins kostnaðar við rekstur almenningssalerna í Hofi yfir sumartímann bætast 2 m.kr. við heildarframlög til MAk á árinu 2017. Breytingin verður á kostnaðarstöð nr. 105 6150 í aðalsjóði. Vegna aukins kostnaðar við rekstur almenningssalerna í tengslum við komur skemmtiferðaskipa, telur stjórn Akureyrarstofu eðlilegt að hluti þess kostnaðar verði greiddur af Hafnasamlagi Norðurlands.


Auk þessa þarf að leiðrétta áætlun ársins 2017 um 5 m.kr. vegna framlaga til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hún fékk á síðasta ári 45 m.kr. til rekstrar en áætlun kveður á um 40 m.kr. vegna villu í gerð hennar. Breytingin verður á kostnaðarstöð 105 5350 í aðalsjóði.

Bæjarráð - 3543. fundur - 09.02.2017

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. janúar 2017:

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 12. janúar 2017:

Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar samningnum aftur til stjórnar Akureyrarstofu og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir 9. febrúar nk. og óskar eftir að formaður stjórnar MAk, formaður stjórnar Akureyrarstofu og sviðsstjóri samfélagssviðs mæti á þann fund.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk, Ágúst Torfi Hauksson stjórnarmaður í MAk og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sátu þeir Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 9. febrúar og 19. janúar sl.

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 12. janúar 2017:

Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

Stjórn Akureyrarstofu - 233. fundur - 13.06.2017

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu rekstrar og verkefna hjá Menningarfélaginu.

Kynnt var 9 mánaða uppgjör.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að rekstur MAk er í jafnvægi og jafnframt að hægt hafi verið að halda úti metnaðarfullri dagskrá þrátt fyrir mikið aðhald í rekstri félagsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 241. fundur - 16.11.2017

Fyrir liggur að endurnýja þarf samning við Menningarfélag Akureyrar um starfsemi Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar og skipa þarf fulltrúa úr stjórn til viðræðna við félagið.
Stjórn Akureyrarstofu skipar Unnar Jónsson formann stjórnar Akureyrarstofu til viðræðna við stjórn MAk en með honum munu vinna deildarstjóri Akureyrarstofu og sviðsstjóri samfélagssviðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 243. fundur - 20.12.2017

Lögð fram drög að samningi við Menningarfélag Akureyrar.
Með þessum samningi er fest í sessi til næstu 3ja ára það fyrirkomulag að MAk reki undir einum hatti þá starfsemi sem félögin þrjú, LA, MH og SN höfðu áður með höndum. Allur rekstur verður á einni hendi og MAk ber eitt alla ábyrgð á verkefnum, skyldum og réttindum sem af þessum samningi leiða. Með auknu framlagi Ríkisins til menningarmála samkvæmt fjárlögum og samþykktri fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar munu framlög til MAk að óbreyttu aukast um kr. 45,6 milljónir á árinu 2018.

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

Rætt um drög að samningi Akureyrarbæjar við Menningarfélag Akureyrar (MAk). Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk, Sigurður Kristinsson formaður stjórnar MAk, Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 244. fundur - 18.01.2018

Lögð fram drög að nýjum samningi við Menningarfélag Akureyrar. Samningurinn er til þriggja ára.

Stjórn Akureyrarstofu - 245. fundur - 30.01.2018

Lagður fram til samþykktar samningur við Menningarfélag Akureyrar 2018 - 2020.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn að teknu tilliti til breytinga sem komu fram á fundinum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3586. fundur - 08.02.2018

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 30. janúar 2018:

Lagður fram til samþykktar samningur við Menningarfélag Akureyrar 2018 - 2020.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn að teknu tilliti til breytinga sem komu fram á fundinum og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka að fjárhæð kr. 10 milljónir vegna samningsins.

Stjórn Akureyrarstofu - 294. fundur - 06.02.2020

Lagður fram til samþykktar viðauki við samning Akureyrarbæjar og MAk vegna viðbótarframlags frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en stjórn Akureyrarstofu samþykkti á síðasta fundi að hlutur MAk vegna Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands væri 8 milljónir.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagðan viðauka.