3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. janúar 2017:
1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 12. janúar 2017:
Farið yfir drög að samningi Akureyrarbæjar og Menningarfélags Akureyrar, f.h. Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Vegna ákvæða um árangurstengt framlag og þátttöku í rekstrarkostnaði almenningssalerna Hofs yfir sumartímann þarf samningurinn staðfestingar bæjarráðs við.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar samningnum aftur til stjórnar Akureyrarstofu og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir 9. febrúar nk. og óskar eftir að formaður stjórnar MAk, formaður stjórnar Akureyrarstofu og sviðsstjóri samfélagssviðs mæti á þann fund.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk, Ágúst Torfi Hauksson stjórnarmaður í MAk og Unnar Jónsson formaður stjórnar Akureyrarstofu mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sátu þeir Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.