Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2015110251

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 181. fundur - 03.12.2015

Lögð fram drög að endurnýjun rekstrarsamninga við aðildarfélög ÍBA.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að rekstrarsamningum við Golfklúbb Akureyrar og Skautafélag Akureyrar.

Íþróttaráð - 182. fundur - 17.12.2015

Lögð fram til kynningar staðan á samningaviðræðum.

Íþróttaráð - 183. fundur - 07.01.2016

Lögð fram drög að endurnýjun rekstrarstyrktarsamninga við aðildarfélög ÍBA.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að rekstrarsamningum við Fimleikafélag Akureyrar og Hestamannafélagið Létti. Formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Lögð fram drög að endurnýjun rekstrarsamninga við Þór og KA.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningum við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar og felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að ljúka samningaviðræðum við félögin í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3516. fundur - 04.08.2016

Lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2016 frá Sævari Péturssyni f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem óskað er eftir því að bæjarráð falli frá kröfu í rekstrarsamningi um fullnaðaráritun ársreikninga félagsins eða hækki framlag sitt til félagsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vekur athygli á því að Reglur um styrkveitingar Akureyrarkaupstaðar eru skýrar hvað varðar kröfur um endurskoðun ársreikninga. Bæjarráð telur mikilvægt að halda sig við þær reglur sem eru í gildi og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

http://www.akureyri.is/static/files/Stjornsysla/Reglurstyrkv.pdf

Frístundaráð - 33. fundur - 27.06.2018

Lögð fram tillaga að viðauka við rekstrarsamning KA fyrir árið 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðan viðauka við rekstarsamning KA að upphæð kr. 8.300.000 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði með ósk um tilfærslu fjármagns á milli kostnaðarstöðva þar sem kostnaður rúmast innan málaflokks 106.

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

6. liður í fundargerð frístundaráðs dagsettri 27. júní 2018:

Lögð fram tillaga að viðauka við rekstrarsamning KA fyrir árið 2018.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir framlagðan viðauka við rekstarsamning KA að upphæð kr. 8.300.000 og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði með ósk um tilfærslu fjármagns á milli kostnaðarstöðva þar sem kostnaður rúmast innan málaflokks 106.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir viðauka við rekstrarsamning KA fyrir árið 2018 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Ennfremur samþykkir bæjarráð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 með tilfærslu 8,3 milljóna króna milli kostnaðarstöðva innan málaflokks 106.