Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar - stoðdeildir

Málsnúmer 2015120146

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3488. fundur - 17.12.2015

Rædd tillaga meirihlutans um sérstakan aðgerðarhóp.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 3489. fundur - 07.01.2016

Lagt fram erindisbréf fyrir aðgerðarhóp um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri á búsetudeild og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar kynntu erindisbréf aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar sem bæjarstjórn ákvað að skipa 14. desember 2015.

Bæjarráð - 3506. fundur - 19.05.2016

Lagðar fram tillögur aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Magnús Kristjánsson frá KPMG, Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Magnúsi og Katrínu Björgu yfirferðina.

Bæjarráð samþykkir tillögur aðgerðahópsins og vísar þeim til kynningar og úrvinnslu hjá fastanefndum bæjarins, en niðurstöður verða kynntar í nefndum í næstu viku. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs til samræmis við samþykktar tillögur.





Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram bókun svohljóðandi:

Vinstri græn á Akureyri geta ekki stutt tillögur aðgerðahóps eins og þær eru nú lagðar fram. Vinna hópsins var sett af stað til að mæta rekstrarhalla sveitarsjóðs sem stafar af vanefndum ríkis á fjárframlögum, hás fjármagnskostnaðar vegna mikilla framkvæmda undanfarinna ára og launahækkunum síðustu kjarasamninga. Niðurstaða hópsins um aðgerðir 2016 byggir á því að allar deildir bæjarins fengu í hendurnar samræmt niðurskurðarviðmið. Þetta eru okkur mikil vonbrigði og teljum við niðurstöðuna stafa af skorti á styrkri stjórn og pólitískri sýn á verkefnið.

Vinstri græn á Akureyri telja að við þessa vinnu sé mikilvægt að forgangsraða fjármunum í þágu velferðar og stuðnings við þá sem mest þurfa á að halda. Þannig hefðu niðurskurðarviðmið átt að koma með mismunandi þunga niður á deildum bæjarins og málaflokkum eftir því hversu viðkvæmir hópar stóla á þjónustuna. Skólabærinn Akureyri þarf að standa vörð um starf og þróun sinna skóla og vera í hópi þeirra sveitarfélaga sem standa sig vel í þjónustu við þá sem sérstaka aðstoð þurfa. Á sama tíma eru stór ónýtt tækifæri til hagræðingar t.d. í sameiginlegum kostnaði við rekstur yfirstjórnar bæjarins og í íþróttamálum svo dæmi séu tekin.

Mikið af því sem veldur kröfum á hagræðingu í dag var fyrirsjáanlegt og hefði verið brugðist fyrr við væri hægt að vanda betur til verka. Til lengri tíma er nauðsynlegt að byggja hagræðingartillögur á samráði og í samstarfi við starfsfólk og stjórnendur deilda innan ramma pólitískrar forgangsröðunar.



Gunnar Gíslason D-lista lagði fram bókun svohljóðandi:

Ég samþykki fyrirliggjandi tillögu aðgerðahópsins þar sem mér sýnist að ekki verði lengra komist að sinni og þar sem það er nauðsynlegt að draga sem fyrst úr kostnaði til að rétta rekstur Akureyrarbæjar af. Forsenda þess að ég samþykki þessar tillögur er að fyrir liggur aðgerðaáætlun þar sem tekið verður á málum sem ég tel að séu líklegri til árangurs við að gera Aðalsjóð sjálfbæran. Ég tel að margar þeirra tillagna til lækkunar á kostnaði sem nú liggja fyrir vera þess eðlis að líklegt sé að kostnaður vegna þeirra verkefna komi óhjákvæmilega inn aftur til lengri tíma litið og ekki fyrirséð að allar gangi eftir. Því er mikilvægt að halda vinnunni áfram eins og stefnt er að og gera varanlegar breytingar á rekstrinum með breytingu á skipulagi og starfsháttum.



Preben Jón Pétursson Æ-lista lagði fram bókun svohljóðandi:

Ég fagna þessum niðurstöðum og tel að þessar aðgerðir séu eðlilegar og ógni ekki stöðuleika og lífsgæðum í samfélaginu. Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru framundan sem verða samfélaginu til framdráttar.



Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Logi Már Einarsson S-lista og Matthías Rögnvaldsson L-lista lögðu fram bókun svohljóðandi:

Meirihlutinn fagnar þeirri samvinnu sem fram hefur farið í vinnu aðgerðahópsins enda teljum við forsendur þess að rekstur bæjarfélags blómstri að flokkar geti unnið saman af heilindum og sanngirni.

Í þessu sambandi er vakin athygli á að aðgerðahópur um framtíðarrekstur var skipaður fulltrúum allra sex framboða í bæjarstjórn.

Því hörmum við bókun Sóleyjar Bjarkar sem er í engu samræmi við þá vinnu sem fram hefur farið í hópnum. Markmið hópsins var einmitt að lágmarka skerðingu á þjónustu og að grípa þyrfti til uppsagna. Þar sem skólamál eru sérstaklega dregin fram í bókun Sóleyjar Bjarkar skal benda á að hagræðing í þeim málaflokki á árinu 2016 nemur um 0,5% eða um 32 milljónum króna af þeim 6,2 milljörðum króna sem varið er til málaflokksins.

Um leið og við ítrekum þakkir fyrir samvinnuna tökum við undir með bókun Gunnars Gíslasonar og Prebens Jóns Péturssonar um mikilvægi aðgerðanna og samvinnu um þær.

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Farið yfir tillögur aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar er varða kostnaðarstöð 121.

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Unnið með tillögur aðgerðarhópsins.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögum aðgerðarhópsins með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum til nefnda og felur bæjarstjóra að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðarhópsins til framkvæmda.

Þá samþykkir bæjarráð að tillögur aðgerðarhópsins verði gerðar aðgengilegar íbúum á vef bæjarins.

Ennfremur samþykkir bæjarráð að kostnaður vegna verkefnisins verði birtur þegar hann liggur endanlega fyrir en gert var ráð fyrir 12 milljónum króna í fjárhagsáætlun vegna vinnunnar.



Bæjarráð - 3515. fundur - 21.07.2016

Lagt fram til kynningar kostnaðaruppgjör vegna vinnu aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Heildarkostnaður vegna verkefnisins er um 13 milljónir kr. en áætlun gerði ráð fyrir 12 milljónum kr.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3516. fundur - 04.08.2016

Farið yfir verkefnalista sem aðgerðahópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar tók saman.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3523. fundur - 29.09.2016

Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi sínum 2. júní sl. að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar til framkvæmda. Farið var yfir stöðu og framgang verkefnanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10262

Bæjarráð - 3528. fundur - 03.11.2016

Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi sínum 2. júní sl. að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar til framkvæmda. Farið yfir stöðu og framgang verkefnanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10262

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

Bæjarráð fól bæjarstjóra á fundi sínum 2. júní sl. að koma vinnu við úrbótaverkefni aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar til framkvæmda. Lagt var fram minnisblað starfshóps vegna styrkveitinga Akureyrarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir frekari greiningu og útfærslu á verkefninu af hálfu starfshópsins.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Farið yfir stöðu og framgang úrbótaverkefna aðgerðahóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.