Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála með þeim breytingum að lágmarksgjald verði kr. 6.000.000 fyrir byggingarrétt.
Akureyrarbær auglýsir eftir tilboðum í byggingarrétt par- og raðhúsalóða í Holtahverfi, á svæði milli Krossanesbrautar og smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót. Um er að ræða flottar lóðir á svæði þar sem uppbygging er hafin og eru allar lóðirnar byggingarhæfar.