Móahverfi er nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að 1.100 íbúðir á næstu árum. Akureyrarbær auglýsir nú eftir tilboðum í 11 lóðir í fyrsta áfanga auk þess sem auglýstar eru tvær lóðir þar sem úthlutun mun byggja á uppbyggingu íbúða á grundvelli stofnframlaga sbr. lög nr. 52/2016.
Í þessum fyrsta áfanga er áhersla lögð á lóðir fyrir fjölbýlishús af öllum stærðum og gerðum auk nokkurra par- og raðhúsa. Um er að ræða átta fjölbýlishúsalóðir, tvær raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir þar sem heimilt er að byggja á bilinu 220-280 íbúðir samtals. Lögaðilar geta boðið í allar lóðirnar en einstaklingar geta einungis boðið í parhúsalóðirnar.
Deiliskipulagsuppdráttur
Greinargerð deiliskipulags
Tilboðum í lóðir skal skila rafrænt hér í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 fimmtudaginn 30. mars 2023 og verða tilboð opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag í viðurvist þeirra umsækjenda sem þess óska. Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjenda
Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði/umsókn.
Eftirfarandi eru lóðir þar sem skila þarf inn tilboði í byggingarrétt. Með því að velja hlekk lóðar má nálgast útboðsgögn og í framhaldinu skila inn tilboði.
Lóð |
Húsgerð |
Fjöldi íbúða |
Hæðir |
B. magn. hús - fm |
B. magn. bílakj. - fm |
Langimói 5-7 |
F |
12-16 |
2h |
1,600 |
|
Langimói 9-11 |
F |
8-12 |
2h |
1,200 |
|
Lyngmói 1-5 |
F |
30-35 |
3-4h |
4,000 |
1,400 |
Lyngmói 7-11 |
F |
35-40 |
3-4h |
4,500 |
1,600 |
Lautarmói 1-5 |
F |
40-52 |
4h |
4,200 |
2,080 |
Lækjarmói 2-8 |
F |
62-80 |
4-5h |
6,800 |
3,200 |
Hrísmói 1-9 |
R |
5 |
1h |
750 |
|
Hrísmói 11-17 |
R |
4 |
1h |
600 |
|
Hrísmói 2-4 |
P |
2 |
1h |
360 |
|
Hrísmói 6-8 |
P |
2 |
1h |
360 |
|
Hrísmói 10-12 |
P |
2 |
1h |
360 |
|
Eftirfarandi eru lóðir þar sem forsenda úthlutunar er að uppbygging byggi á stofnframlögum. Með því að velja hlekk lóðar má nálgast útboðsgögn og í framhaldinu skila inn umsókn.