Málsnúmer 2023030934Vakta málsnúmer
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista óskaði eftir umræðu í velferðarráði um réttindi barna sem aðstandendur innan heilbrigðiskerfisins. Tilefni til umræðu eru breytingar á lögum um réttindi sjúklinga 1997 nr. 74 sbr. 27. gr. Skyldur heilbrigðisstarfsmanna vegna réttar barna sem aðstandenda: ,, Börn eiga rétt á viðeigandi ráðgjöf og stuðningi sem aðstandendur foreldris sem glímir við alvarleg veikindi eða foreldris sem andast, eftir því sem við á". Heilbrigðisstarfsmanni, sem kemur beint að meðferð sjúklings, svo sem lækni, hjúkrunarfræðingi eða félagsráðgjafa, ber að huga að rétti barna og þörfum. Fullyrða má að tilkynningum og úrlausnum mála muni fjölga til félagsþjónustu þ.m.t. barnaverndarmálum. Mikilvægt er að velferðarráð taki til umfjöllunar mikilvægi þess að efla þessa þjónustu.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.