Áætlun um greiningar og þjálfunarheimili

Málsnúmer 2023030120

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1366. fundur - 22.03.2023

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista óskaði eftir umræðu um fjölskylduhús, hvar stendur það mál og er ekki full ástæða til að flýta undirbúningi við það eins og kostur er?

Lagt er fram minnisblað dagsett 10. mars 2023 sem sent var til mennta- og barnamálaráðherra. Um er að ræða áætlun um greiningar- og þjálfunarheimili þar sem óskað er eftir samstarfi við ráðuneytið.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S- lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Leitað verði allra leiða til að koma greiningar- og þjálfunarheimili, fjölskylduhúsi, sem fyrst á laggirnar. Góð reynsla er nú þegar af rekstri Miðholts og sívaxandi þörf er á stuðningi við fjölskyldur með fjölþættan vanda, sem mikilvægt er að koma til móts við.

Velferðarráð - 1369. fundur - 24.05.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 10. maí 2023 þar sem settar eru fram tillögur að samstarfsverkefni milli velferðarsviðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytis. Um er að ræða áætlun um stofnun og rekstur greiningar- og þjálfunarheimilis.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Vilborgu Þórarinsdóttur forstöðumanni að vinna málið áfram.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Nú þegar liggur fyrir nánari greining á fjármagnsþörf og hvernig skipting milli ríkis og sveitarfélags gæti verið, ætti að leggja allt kapp á að fá niðurstöðu í samtal við ráðuneytið. Einnig eru augljós margfeldisáhrif bæði faglega og til hagræðingar af þjálfunar- og greiningarstað fyrir börn og fjölskyldur í hvað erfiðastri stöðu. Það getur, til lengri tíma litið, skipt mjög miklu máli þegar unnið er með þessa viðkvæmu hópa.


Snæbjörn Guðjónsson V-lista styður bókun Elsu Maríu.

Velferðarráð - 1380. fundur - 24.01.2024

Lögð fram drög að samningi milli mennta- og barnamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar um greiningar- og þjálfunarheimili.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð fagnar áhuga mennta- og barnamálaráðuneytis á samstarfi við Akureyrarbæ um úrræði í barnavernd þ.e. að stofna og reka greiningar- og þjálfunarheimili.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3836. fundur - 01.02.2024

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 24. janúar 2024:

Lögð fram drög að samningi milli mennta- og barnamálaráðuneytis og Akureyrarbæjar um greiningar- og þjálfunarheimili.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð fagnar áhuga mennta- og barnamálaráðuneytis á samstarfi við Akureyrarbæ um úrræði í barnavernd þ.e. að stofna og reka greiningar- og þjálfunarheimili.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista bóka:

Virkilega ánægjulegt að greiningar- og þjállfunarheimili sé að verða að veruleika á Akureyri. Það er mikilvægt að við kjörnir fulltrúar styðjum vel við verkefnið sem mun án efa þróast og taka einhverjum breytingum á sínum fyrstu starfsárum og horfum til þess að þetta sé þjónusta sem við ætlum að bjóða upp á til framtíðar börnum og fjölskyldum á svæðinu til heilla.