Laut - þjónusta og húsnæðismál

Málsnúmer 2023030931

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1366. fundur - 22.03.2023

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista óskaði eftir að málefni Lautarinnar verðin tekin fyrir á fundi velferðarráðs. Mikilvægt sé að framkvæma þarfagreiningu á húsnæðismálum Lautarinnar og tryggja að einstaklingum með langvinnar alvarlegar geðraskanir standi til boða viðeigandi úrræði til að rjúfa félagslega einangrun.

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður Lautarinnar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð telur brýnt að hús að Brekkugötu 34 verði selt og annað hentugra húsnæði verði keypt eða leigt fyrir starfsemi Lautarinnar sem fyrst og vísar málinu áfram til bæjarráðs.


Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista vék af fundi kl 15:58.

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. mars 2023:

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista óskaði eftir að málefni Lautarinnar yrðu tekin fyrir á fundi velferðarráðs. Mikilvægt sé að framkvæma þarfagreiningu á húsnæðismálum Lautarinnar og tryggja að einstaklingum með langvinnar alvarlegar geðraskanir standi til boða viðeigandi úrræði til að rjúfa félagslega einangrun.

Ólafur Örn Torfason forstöðumaður Lautarinnar sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð telur brýnt að hús að Brekkugötu 34 verði selt og annað hentugra húsnæði verði keypt eða leigt fyrir starfsemi Lautarinnar sem fyrst og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun velferðarráðs og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.