Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer
Farið yfir starfsemina og fundað með stjórnendum Öldrunarheimilanna. Farið var yfir þróunarverkefni og breytingar sem varða tímabundna dvöl og dagþjálfun með áherslu á aðgerðir til að samhæfa þjónustu við notendur og við önnur þjónustukerfi svo sem heimaþjónustu og heimahjúkrun og útskriftarteymi við SAk.
Auk framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, Halldórs S. Guðmundssonar, sátu fundinn undir þessu lið, Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi hjá ÖA, Helga Hákonardóttir og Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar og verkefnastjórar, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Björg Jónína Gunnarsdóttir deilarstjóri við dagþjálfun.