Velferðarráð

1264. fundur 01. nóvember 2017 kl. 14:00 - 18:00 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA
  • Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetusviðs
  • Steinunn Benna Hreiðarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Dagbjartsdóttir
Dagskrá

1.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017010088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir 9 mánaða rekstur allra málaflokka.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

2.Öldrunarheimili Akureyrar - dagþjálfun

Málsnúmer 2015070050Vakta málsnúmer

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, kynntu tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi 10. maí og 30. ágúst 2017.

Í breytingunni felst líka heimild til að setja gjaldskrá um þátttöku notenda í aksturþjónustu í og úr dagþjálfun.
Frestað til næsta fundar.

3.Öldrunarheimili Akureyrar - stefna og starfsemi

Málsnúmer 2013010214Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsemina og fundað með stjórnendum Öldrunarheimilanna. Farið var yfir þróunarverkefni og breytingar sem varða tímabundna dvöl og dagþjálfun með áherslu á aðgerðir til að samhæfa þjónustu við notendur og við önnur þjónustukerfi svo sem heimaþjónustu og heimahjúkrun og útskriftarteymi við SAk.

Auk framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, Halldórs S. Guðmundssonar, sátu fundinn undir þessu lið, Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi hjá ÖA, Helga Hákonardóttir og Birna S. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar og verkefnastjórar, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Björg Jónína Gunnarsdóttir deilarstjóri við dagþjálfun.

4.Öldrunarheimili Akureyrar

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Öldrunarheimili Akureyrar - úttekt á rekstri.

Kynnt staða á úttekt á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar.

Magnús Kristjánsson frá KPMG, Halldór S. Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

5.Samfella í þjónustu við aldraða

Málsnúmer 2017100451Vakta málsnúmer

Í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um fjölda hjúkrunarrýma á Akureyri, var haft eftir framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, Halldóri S. Guðmundssyni, að ekki væri þörf á því að fjölga hjúkrunarrýmum hjá ÖA. Var í umfjölluninni vísað m.a. til fyrirliggjandi tillagna starfshóps heilbrigðisráðherra um stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035.

Til útskýringar á ummælum sínum lagði framkvæmdastjóri fram minnisblað og yfirlit um stöðu og þróun rýma hjá ÖA á síðustu árum. Samkvæmt samantekinni hefur samanlögðum fjölda dvalarrýma og hjúkrunarrýma ÖA, verið að fækka síðan árið 2004 sem skýrist aðallega af fækkun dvalarrýma. Skráðum hjúkrunarrýmum á Akureyri hefur einnig fækkað, sem skýrist að mestu af fækkun hjúkrunarrýma hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að hluta til hefur fækkun rýma verið mætt með fjölgun dagdvalar rýma hjá ÖA.

Í minnisblaðinu kemur fram að á liðnum árum og misserum hefur ÖA unnið markvisst að eflingu samstarfs um samfellu og heildræna þjónustu en að ljóst sé að efla þurfi enn frekar samhæfingu milli þjónustuaðila í þjónustu við eldra fólk á Akureyri.
Velferðarráð kallar eftir aukinni samfellu í þjónustu við aldraða og vekur athygli á brýnni þörf fyrir aukna heimaþjónustu og heimahjúkrun.

Fundi slitið - kl. 18:00.