Á grundvelli vinnu sem hófst í október 2016, hafa fulltrúar frá ÖA, HSN, SAk og búsetusviði, átt reglulega fundi til að vinna ábendingar og tillögur sem komu fram á vinnufundi starfsfólks þessara aðila sem haldinn var 4. maí 2018.
Auk ýmissa verkefna hefur verið unnið að undirbúningi málþings þar sem til umfjöllunar yrði þjónustan í heild sinni og markmiðið væri að miðla því hvaða þjónusta sé í boði á hinum ýmsu stöðum.
Nú liggja fyrir áform um málþing 10. október 2019, sem haldið yrði í Háskólanum á Akureyri, undir yfirskriftinni "Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri?"