Lögð fram tillaga Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA um að starfsemi dagþjónustunnar í Víðilundi flytji starfsemi sína í Hlíð, Austurbyggð 17. Þar með verði öll dagþjónusta starfrækt á einum stað og með því náist betur að mæta þörfum notenda og auka gæði þjónustunnar.
Á fundinn mættu undir þessum lið Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri, Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra og Björg Jónína Gunnarsdóttir deildarstjóri dagþjónustu í Víðilundi.