1. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 19. maí 2017:
Óskað er eftir fjármagni til að koma á fót sumarnámskeiði fyrir fötluð börn í 1.- 4. bekk. Markmið verkefnisins er að veita hópi fatlaðra barna 7-9 ára tómstundaþjónustu sumarið 2017 fyrir utan almenn tómstundatilboð. Leitast verður við að bjóða upp á afþreyingu sem er sniðin að þeirra þörfum. Verkefnið er samstarfsverkefni samfélagssviðs, fjölskyldusviðs og búsetusviðs.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjármagn að upphæð kr. 1,9 milljónir í þetta verkefni.
Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að mótuð verði framtíðarstefna er varðar fyrirkomulag tómstundaframboðs vegna fatlaðra barna og jafnframt verði tryggt fjármagn á þeim stað þar sem ábyrgð á framkvæmdinni liggur.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.