Ungmennaráð

42. fundur 06. september 2023 kl. 16:00 - 18:00 Rósenborg - fundarsalur á 4. hæð
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir fundarritari
Dagskrá

1.SSNE ungmennaþing

Málsnúmer 2022080064Vakta málsnúmer

Undirbúningur fyrir SSNE ungmennaþing á Raufarhöfn 11.- 12. október.

Heimir, Lilja og Felix sögðust hafa áhuga á að fara á þingið, Telma ætlaði að hugsa málið. Heimir og Telma ætluðu að mæta á kynningarfund á Teams 11. september, sem var eingöngu hugsaður fyrir ungmennin.

2.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Rætt stuttlega um ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2023 sem verður á Reykjum í Hrútafirði 22.- 24. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er, að jörðu skaltu aftur verða og vísar hún til umhverfis- og loftlagsmála. Felix var skráður til þátttöku og Telma ætlaði að hugsa málið.

3.Barnvænt sveitarfélag - 8. skref ný markmið og endurmat

Málsnúmer 2022010917Vakta málsnúmer

Rætt var um að bæta þyrfti samstarf milli nemendaráða grunnskólanna og ungmennaráðsins, styrkja boðleiðir og byggja upp sterkari tengsl. Eftir að hafa boðið fulltrúum nemendaráðanna á fund í byrjun þessa árs var augljóst að það yrði að verða fastur liður í vinnu ungmennaráðsins að hitta þessi ungmenni reglulega. Ákveðið var að fulltrúar ungmennaráðsins myndu setja saman tölvupóst sem yrði sendur á umsjónarmenn nemendaráðanna í þeim tilgangi að koma á fundi.

4.Unicef - ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga

Málsnúmer 2022091337Vakta málsnúmer

Farið var yfir fræðslunámskeiðin og ungmennaráðsfulltrúar hvattir til að klára að horfa á þau og skila inn viðurkenningunum. Mörg voru búin að því, sum búin með hluta en áttu eftir að klára.

5.Ungmennaráð - kosningar 2023

Málsnúmer 2023090217Vakta málsnúmer

Fulltrúar tóku aukafund til að ræða kosningarnar og voru þær hugmyndir viðraðar á fundinum. Þá var rætt um breytt fyrirkomulag varðandi kosningarnar, þá aðallega í tengslum við tímasetninguna þar sem þær yrðu færðar fram í maí á næsta ári. Rætt var um rök með og á móti og allir fulltrúar sögðu sína skoðun á málinu. Það var svo einróma ákvörðun um að færa kosningarnar. Þeim fulltrúum sem hefðu átt að ljúka sínum störfum í haust var boðið að sitja fram í maí ef þeir hefðu tök og áhuga á, var þeim gefinn umhugsunarfrestur fram að næsta fundi til að taka endanlega ákvörðun. Í millitíðinni yrðu þeir boðaðir á einstaklingsfundi með umsjónarmönnum ráðsins til að ræða málin.

6.Ungmennaráð - verklag

Málsnúmer 2022080036Vakta málsnúmer

Rætt var um hugmyndir að hlutverkum ungmennaráðsfulltrúa, svo sem fundarstjóra og ritara. Tekið var vel í þær hugmyndir að festa niður eitthvað slíkt og gæti fyrirkomulagið jafnvel verið rúllandi þannig allir fulltrúar fengju að prófa hlutverkin. Einnig kom fram hugmynd að skipa samfélagsmiðlastjóra til að halda utan um og blása lífi í samfélagsmiðla ungmennaráðsins. Að lokum var ákveðið að virkja gamalt google drive sem hafði tilheyrt ráðinu fyrir nokkrum árum og að það yrði sameiginlegur vinnuvettvangur fyrir ráðið og öll skjöl yrðu geymd þar og flokkuð á viðeigandi hátt.

Fundi slitið - kl. 18:00.