Málsnúmer 2023090217Vakta málsnúmer
Fulltrúar tóku aukafund til að ræða kosningarnar og voru þær hugmyndir viðraðar á fundinum. Þá var rætt um breytt fyrirkomulag varðandi kosningarnar, þá aðallega í tengslum við tímasetninguna þar sem þær yrðu færðar fram í maí á næsta ári. Rætt var um rök með og á móti og allir fulltrúar sögðu sína skoðun á málinu. Það var svo einróma ákvörðun um að færa kosningarnar. Þeim fulltrúum sem hefðu átt að ljúka sínum störfum í haust var boðið að sitja fram í maí ef þeir hefðu tök og áhuga á, var þeim gefinn umhugsunarfrestur fram að næsta fundi til að taka endanlega ákvörðun. Í millitíðinni yrðu þeir boðaðir á einstaklingsfundi með umsjónarmönnum ráðsins til að ræða málin.