Ungmennaráð - verklag

Málsnúmer 2022080036

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 42. fundur - 06.09.2023

Rætt var um hugmyndir að hlutverkum ungmennaráðsfulltrúa, svo sem fundarstjóra og ritara. Tekið var vel í þær hugmyndir að festa niður eitthvað slíkt og gæti fyrirkomulagið jafnvel verið rúllandi þannig allir fulltrúar fengju að prófa hlutverkin. Einnig kom fram hugmynd að skipa samfélagsmiðlastjóra til að halda utan um og blása lífi í samfélagsmiðla ungmennaráðsins. Að lokum var ákveðið að virkja gamalt google drive sem hafði tilheyrt ráðinu fyrir nokkrum árum og að það yrði sameiginlegur vinnuvettvangur fyrir ráðið og öll skjöl yrðu geymd þar og flokkuð á viðeigandi hátt.