Unicef - ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga

Málsnúmer 2022091337

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3782. fundur - 06.10.2022

Erindi dagsett 28. september 2022 frá Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi þar sem Akureyrarbær er hvattur til að fjölga tækifærum barna til áhrifa innan sveitarfélagsins. Meðfylgjandi eru 12 ráð ungmenna til ráðamanna til þess að efla ungmennaráð sveitarfélaga.
Akureyrarbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að fá viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag og hefur unnið markvisst að því verkefni. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að ungmennaráð sveitarfélaga séu efld. Bæjarráð hvetur nefndir og ráð bæjarins til að senda ungmennaráði til umsagnar öll málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. september 2022 frá Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi þar sem Akureyrarbær er hvattur til að fjölga tækifærum barna til áhfrifa innan sveitarfélagsins. Meðfylgjandi eru 12 ráð ungmenna til ráðamanna til þess að efla ungmennaráð sveitarfélaga.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra.

Ungmennaráð - 37. fundur - 05.04.2023

Rafrænn fræðsluvettvangur UNICEF á Íslandi var kynntur fyrir ungmennaráði. Farið yfir fræðsluáætlunina fyrir ráðið og fyrirkomulagði varðandi nýskráningu á vefinn útskýrt sem og hvert og hvernig skila ætti inn viðurkenningarskjölum að loknu hverju námskeiði.

Ungmennaráð:

-Barnasáttmálinn

-Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing

-Þátttökunámskeið UNICEF

-Vernd barna í verkefnum sveitarfélaga, skóla og tengdra aðila

-Aðgerðaráætlun í framkvæmd. 4H aðferðin

Ungmennaráð - 41. fundur - 23.08.2023

Unicef Akademían var kynnt fyrir ungmennaráði og þeim sýnt hvaða námskeiðum þau þurfa að ljúka.

Ungmennaráð - 42. fundur - 06.09.2023

Farið var yfir fræðslunámskeiðin og ungmennaráðsfulltrúar hvattir til að klára að horfa á þau og skila inn viðurkenningunum. Mörg voru búin að því, sum búin með hluta en áttu eftir að klára.