Umhverfis- og mannvirkjaráð

179. fundur 18. febrúar 2025 kl. 08:15 - 11:45 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður
  • Bjarney Sigurðardóttir varaformaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Ingimar Eydal
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Anton Bjarni Bjarkason áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Hildur Brynjarsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Harðarsonar.

1.Grafreitur í Naustaborgum

Málsnúmer 2025020488Vakta málsnúmer

Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar kom og kynnti tilögu að skipulagi á nýjum grafrei í Naustaborgum á Akureyri.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri mælinga sátu fundinn undir þessum lið og kynntu verkefnið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar Smára fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra og formanni að koma á framfæri, við dómsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, áhyggjum ráðsins af framtíð bálstofu í landinu. Um er að ræða bæði mikilvægt hagsmunamál almennings, ekki síður en sveitarfélaga og brýnt að ásættanleg langtímalausn liggi fyrir fyrr en síðar.

2.Hlíðarfjall - skýrsla

Málsnúmer 2025011903Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt aðgerðaáætlun dagsett í janúar 2025 fyrir verkefni í Hlíðarfjalli sem myndu bæta snjósöfnun og snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Jónas Stefánsson svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að forgangsröðun aðgerða og gera kostnaðargreiningu sem nýtist við fjárhagsáætlunargerð.

3.Hafnarstræti Göngugatan - sumarlokun frá júní - ágúst

Málsnúmer 2024050988Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning á niðurstöðum skoðunarkönnunar sem gerð var meðal íbúa Akureyrarbæjar og rekstraraðila í göngugötunni varðandi sumarlokun á götunni.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

4.Endurbætur og viðhald á göngugötunni

Málsnúmer 2025020491Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. febrúar 2025 varðandi ástand og viðhald á göngugötunni.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið og umræður á fundinum. Einnig beinir ráðið því til skipulagsráðs að taka tillit til ástands götunnar við ákvörðun um lengd sumarlokunar göngugötunnar og draga þannig úr umferð bifreiða.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista óska bókað:

Það er löngu tímabært að fara í allsherjar endurbætur á göngugötunni og Ráðhústorgi á grundvelli heildarsýnar, fremur en að neyðast í sífellu til að fara í minniháttar lagfæringar. Það er miður að ekki sé gert ráð fyrir því nauðsynlega fjármagni í það verkefni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á árunum 2025-2028.

5.Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur

Málsnúmer 2024030763Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi opnun tilboða og yfirferð vegna útboðs á lýsingu á knattspyrnuvellinum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að tilboðum verði hafnað og gengið verði til viðræðna við lægstbjóðanda.

6.Úrgangsmál - textíll

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um flutning og farveg á textíl.

Katla Eiríksdóttir verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn og felur sviðsstjóra að hefja kynningu á málefninu með það markmið að minnka fatasóun.

7.Kisukot

Málsnúmer 2025010584Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi til eins árs um að hlúa að og fóstra tímabundið villi- og vergangsketti í landi Akureyrarbæjar og sporna við fjölgun þeirra.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og ræða við nágranna.

Fundi slitið - kl. 11:45.