Málsnúmer 2024030440Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 11. mars 2024:
Erindi frá réttindaráði Giljaskóla dagsett 29. febrúar 2024 varðandi öryggi nemenda á bílastæðum.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar réttindaráði Giljaskóla fyrir erindið og tekur undir áhyggjur þess varðandi öryggismál og bílaumferð á bílastæði Giljaskóla, Kiðagils og Íþróttamiðstöð Giljaskóla. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.