Lóð undir geymslusvæði

Málsnúmer 2024060862

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 164. fundur - 18.06.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 14. júní 2024 varðandi umsókn um lóð í Sjafnarnesi fyrir geymslusvæði á vegum Akureyrarbæjar.
Mikilvægt er að bjóða upp á geymslusvæði á Akureyri til að tryggja einstaklingum og fyrirtækjum svæði til geymslu fyrir ýmislegt til lengri og skemmri tíma. Þannig eru einnig skapaðir möguleikar til að fegra bæinn. Umhverfis- og mannvirkjaráð sækir því um umræddar lóðir í Sjafnarnesi og felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðarmat vegna verkefnisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 169. fundur - 17.09.2024

Tekin fyrir fyrri beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um að sækja um lóð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að ekki sé þörf á því að fá umræddri lóð úthlutað þar sem verkefnið er enn á frumstigi og samþykkir að óska eftir því við skipulagsráð að lóðinni verði ekki úthlutað til annarra þar til kostnaðarmat og frekari ákvarðanir liggja fyrir.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ingimar Eydal B-lista sitja hjá.