Málsnúmer 2023010583Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2024 varðandi útboð á byggingu 1.600 fermetra, 8 deilda leikskóla í Hagahverfi í tveimur áföngum. Verklok fyrri áfanga eru áætluð 15. ágúst 2026 og verklok seinni áfanga 1. júní 2028.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Óskar Ingi Sigurðsson B-lista, Jón Hjaltason óháður og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:
Þær forsendur útboðs sem lagðar eru hér fram til grundvallar eru óæskilegar þar sem horft er til þess að leikskólinn verði byggður í tveimur áföngum, sem þýðir bæði langan framkvæmdatíma og mögulega óhagkvæmari verð í útboði.