Sundlaug Akureyrar - innilaug

Málsnúmer 2024030770

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 158. fundur - 19.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 15. mars 2024 varðandi útboð á framkvæmdum við innisundlaugina í Sundlaug Akureyrar.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 171. fundur - 15.10.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 11. október 2024 vegna opnunar tilboða í endurnýjun á innilaug Sundlaugar Akureyrar. Ellefu tilboð bárust í fimm af sjö flokkum útboðsins. Engin tilboð bárust í stálsmíði og sögun og múrbrot.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægstu gildu tilboðunum í lagnir, raflagnir og múrverk og hafnar tilboðum í húsasmíði og blikksmíði þar sem þau voru hátt yfir kostnaðaráætlun.

Í lögnum er samþykkt að semja við Lagnastýringu ehf. að upphæð kr. 36.838.600.

Í raflögnum er samþykkt að semja við Rafeyri ehf. að upphæð kr. 14.738.715.

Í múrverki er samþykkt að semja við Múrey ehf. að upphæð kr. 36.049.500.

Biðtími samningsgerðar er 5 dagar.