Umhverfis- og mannvirkjaráð

147. fundur 10. október 2023 kl. 08:15 - 11:20 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Íþróttahöllin Akureyri - endurnýjun á aðalkörfum

Málsnúmer 2023091094Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 25. september 2023:

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi endurnýjun á aðalkörfum í íþróttasal Íþróttahallarinnar.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna að upphæð 3,5 m.kr.


Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og að fjármagnið verði tekið af búnaðarkaupum UMSA.

2.Framkvæmdir vegna innritunar 12 mánaða barna í leikskólum 2023

Málsnúmer 2023090322Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. september 2023:

Lagt fram minnisblað forstöðumanns skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs um framkvæmdir í leikskólum vegna innritunar 12 mánaða barna.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna að upphæð 6,5 m.kr.


Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fjármagn til kaupa á gufuofni í Síðuskóla að fjárhæð kr. 3,5 milljónir verði tekið af búnaðarkaupum UMSA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar kaupum og uppsetningu á leiktækjum á Naustatjörn að fjárhæð kr. 3 milljónir til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

3.Snjómokstur 2023-2026

Málsnúmer 2023080469Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 6. október 2023 varðandi opnun tilboða í tímavinnu við snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023-2026.

Tilboð bárust frá 10 verktökum í 17 tilboðsliði.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við 8 verktaka í 17 flokkum með 58 samningum við tæki eða tækjahópa með fyrirvara um að tæki og verktakar standist þær kröfur sem settar voru í útboðsgögnum.

4.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 21. júní 2022:


Bæjarstjórn felur umhverfis- og mannvirkjasviði að bæta við kafla/áherslum um umgengni og þrifnað utanhúss í umhverfis- og loftlagsstefnu Akureyrarbæjar og leggja hana að nýju fyrir bæjarstjórn. Í framhaldi verði verkefninu komið fyrir í aðgerðaáætlun stefnunnar. Bæjarstjórn áréttar bókun frá umhverfis- og mannvirkjaráði frá 11. febrúar sl. þar sem ráðið óskaði eftir því að upplýsinga væri aflað um heimildir og ábyrgðarskiptingu milli umhverfis- og mannvirkjasviðs, þjónustu- og skipulagssviðs og heilbrigðiseftirlitsins og felur nýju umhverfis- og mannvirkjaráði sem og nýju skipulagsráði að fylgja málinu eftir.


Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bæta kafla um umgengni og þrifnað utanhúss við umhverfis- og loftslagsstefnuna og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 ber sveitarfélögum skylda til að setja sér loftslagsstefnu og innleiða aðgerðir samkvæmt henni. Nú vinnur Akureyrarbær ekki í samræmi við þau lög, þar sem bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti umhverfis- og loftslagsstefnu í maí árið 2022 en enn hefur aðgerðaáætlun ekki litið dagsins ljós. Þar sem slík aðgerðaáætlun var ekki samþykkt fyrir árið 2023 hefur augljóslega ekki verið unnið markvisst að aðgerðum stefnunnar. Að sjálfsögðu þyrfti slík aðgerðaáætlun að vera samþykkt í bæjarstjórn fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, ef ætlunin er að vinna eftir henni.

5.Dómsniðurstaða vegna Naustahverfis VII - Hagar, gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2020120179Vakta málsnúmer

Dómsniðurstaða vegna Naustahverfis VII lögð fram til kynningar.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

6.Fjárhags- og starfsáætlun 2024

Málsnúmer 2023081139Vakta málsnúmer

Lagðar fram fjárhagsáætlannir, stöðuskýrslur og starfsáætlannir deilda UMSA.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að talin verði upp fleiri verkefni tengd umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar og Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar í starfsáætlunum sviðsins og leggur til að farið verði yfir það á næsta fundi.


Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í fjárhagsáætlanir sviðsins og lýsir yfir ánægju með áætlað fjármagn í viðhald fasteigna og leiguíbúða Akureyrarbæjar. Ráðið leggur einnig til að rammi í 110 Götur og stígar hækki um 12% en ekki 6% vegna ýmissa þátta svo sem verðbólgu, launahækkana, uppsafnaðra viðhaldsþarfa, sjóvarna og stækkunar bæjarins.


Starfs- og fjárhagsáætlun verður áfram rædd á næsta fundi ráðsins þann 17. október 2023.

Fundi slitið - kl. 11:20.