Málsnúmer 2022051058Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi:
Fræðslu- og lýðheilsuráð tók fyrir erindi dagsett 24. júlí 2023 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir framlagi til kaupa á búnaði fyrir nýja félagsaðstöðu í Skautahöllinni.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð sækir um 15 m.kr. í búnaðarsjóð umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að bera lausafjárleigu vegna kaupanna.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:
Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Við leggjum til að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 verði 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða sett í viðhald á þeim.