Skautahöllin á Akureyri - búnaðarkaup

Málsnúmer 2022051058

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 143. fundur - 15.08.2023

Tekið fyrir erindi:

Fræðslu- og lýðheilsuráð tók fyrir erindi dagsett 24. júlí 2023 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir framlagi til kaupa á búnaði fyrir nýja félagsaðstöðu í Skautahöllinni.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.


Fræðslu- og lýðheilsuráð sækir um 15 m.kr. í búnaðarsjóð umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að bera lausafjárleigu vegna kaupanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka kr. 15 milljónir af liðnum Stofnbúnaður fyrir aðalsjóð.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 144. fundur - 29.08.2023

Staðan á framkvæmdum við félagsaðstöðu í Skautahöllinni á Akureyri kynnt.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.